
Lífið
Tryggja sýningarrétt á verðlaunamyndum Cannes

Græna ljósið hefur tryggt sér sýningarrétt á langstærstum hluta þeirra mynda sem unnu til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Meðal þeirra er rúmanska sigurmyndin “4 months, 3 weeks and 2 days”, en aðrar athyglisverðar myndir eru meðal annars heimildarmynd um dauða rússneska njósnarans Alexanders Litvinenko og tengs Putin forseta við mál hans. Þá verður nýjasta mynd Michael Moore sýnd hér bráðlega. Hún fjallar um bandaríska heilbrigðiskerfið og nýjustu mynd íslandsvinarins Erics Kusturica, Promise me this. Nánari upplýsingar um myndirnar er að finna á heimasíðu Græna ljóssins www.graenaljosid.is