Detroit - Cleveland í beinni í kvöld 31. maí 2007 18:13 Chauncey Billups hefur ekki verið með sjálfum sér í síðustu leikjum NordicPhotos/GettyImages Fimmti leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 eftir að Cleveland lenti undir 2-0 en náði að jafna metin í heimaleikjum sínum tveimur. Það verður því mikið undir þegar liðin mætast í Detroit í kvöld. Á meðan LeBron James hefur farið á kostum í liði Cleveland í síðustu tveimur leikjum, beinast líklega flestra augu að leikstjórnandanum Chauncey Billups í fimmta leiknum í kvöld. Maðurinn sem fengið hefur gælunafnið Herra Stórskot í liði Detroit hefur alls ekki náð sér á strik í einvíginu og fór illa að ráði sínu í fjórða leikhlutanum í leik fjögur. Billups skoraði að vísu 23 stig og hirti 9 fráköst í fjórða leiknum, en hann brenndi af öllum þremur skotum sínum í fjórða leikhlutanum og gerði afdrifarík mistök þegar lið hans þurfti mest á honum að halda. Billups er með 5,5 tapaða bolta að meðaltali í einvíginu en sjálfur segist hann ekki hafa stórar áhyggjur þó Cleveland sé búið að jafna metin í einvíginu. "Ég gerði nokkur mistök í leiknum en það kemur fyrir - ég er mannlegur. Ég er búinn að skemma fyrir mér í gegn um árin með því að hitta alltaf úr þessum skotum í lok leikja. Svona kemur fyrir - þetta gerir ekkert til. Staðan er að vísu 2-2, en við eigum tvo af þremur leikjanna á heimavelli ef til þess kemur," sagði Billups. Detroit hefur verið í þeirri stöðu að lenda undir 3-2 í einvígi í úrslitakeppni síðustu þrú ár, en hefur samt komist áfram í þeim öllum. Það er til marks um seigluna sem er í þessu reynda liði, en nú er Cleveland sannarlega farið að banka á dyrnar eftir góða sigra í síðustu tveimur leikjum. Sjötti leikur liðanna verður á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Ef kemur til sjöunda leiksins verður hann á dagskrá á mánudagskvöldið - allt í beinni á Sýn. Lokaúrslitin hefjast svo 7. júní þar sem annað þessara liða mætir San Antonio í fyrsta leik á útivelli. San Antonio er með heimavallarréttinn gegn báðum þessum liðum þar sem liðið var með betra vinningshlutfall í deildarkeppninni í vetur. NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Fimmti leikur Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn á miðnætti í nótt. Staðan í einvíginu er jöfn 2-2 eftir að Cleveland lenti undir 2-0 en náði að jafna metin í heimaleikjum sínum tveimur. Það verður því mikið undir þegar liðin mætast í Detroit í kvöld. Á meðan LeBron James hefur farið á kostum í liði Cleveland í síðustu tveimur leikjum, beinast líklega flestra augu að leikstjórnandanum Chauncey Billups í fimmta leiknum í kvöld. Maðurinn sem fengið hefur gælunafnið Herra Stórskot í liði Detroit hefur alls ekki náð sér á strik í einvíginu og fór illa að ráði sínu í fjórða leikhlutanum í leik fjögur. Billups skoraði að vísu 23 stig og hirti 9 fráköst í fjórða leiknum, en hann brenndi af öllum þremur skotum sínum í fjórða leikhlutanum og gerði afdrifarík mistök þegar lið hans þurfti mest á honum að halda. Billups er með 5,5 tapaða bolta að meðaltali í einvíginu en sjálfur segist hann ekki hafa stórar áhyggjur þó Cleveland sé búið að jafna metin í einvíginu. "Ég gerði nokkur mistök í leiknum en það kemur fyrir - ég er mannlegur. Ég er búinn að skemma fyrir mér í gegn um árin með því að hitta alltaf úr þessum skotum í lok leikja. Svona kemur fyrir - þetta gerir ekkert til. Staðan er að vísu 2-2, en við eigum tvo af þremur leikjanna á heimavelli ef til þess kemur," sagði Billups. Detroit hefur verið í þeirri stöðu að lenda undir 3-2 í einvígi í úrslitakeppni síðustu þrú ár, en hefur samt komist áfram í þeim öllum. Það er til marks um seigluna sem er í þessu reynda liði, en nú er Cleveland sannarlega farið að banka á dyrnar eftir góða sigra í síðustu tveimur leikjum. Sjötti leikur liðanna verður á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Ef kemur til sjöunda leiksins verður hann á dagskrá á mánudagskvöldið - allt í beinni á Sýn. Lokaúrslitin hefjast svo 7. júní þar sem annað þessara liða mætir San Antonio í fyrsta leik á útivelli. San Antonio er með heimavallarréttinn gegn báðum þessum liðum þar sem liðið var með betra vinningshlutfall í deildarkeppninni í vetur.
NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira