
Körfubolti
San Antonio í úrslit NBA deildarinnar

San Antonio tryggði sér í nótt sigur í viðureign sinni við Utah Jazz og er þar með komið í úrslit NBA deildarinnar. Leikurinn endaði 109 - 84 Spurs í vil. Tim Duncan og Tony Parker, verðandi eiginmaður Evu Longoriu, settu báðir 21 stig í leiknum. Þetta er í þriðja sinn á síðastliðnum fimm árum sem Spurs kemst í úrslit NBA. Þar mun liðið eiga við annað hvort Detroit Pistons eða Cleveland Cavaliers en staðan í þeirra viðureign er 2 - 2.