San Antonio í úrslit 31. maí 2007 04:18 Tim Duncan heldur hér á sínum fjórða verðlaunagrip á ferlinum fyrir sigur í Vesturdeildinni, en hann hefur alltaf náð að klára dæmið þegar hann hefur komist í lokaúrslitin NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
San Antonio Spurs tryggði sér í nótt sæti í lokaúrslitum NBA deildarinnar í þriðja sinn á fimm árum með því að rótbursta Utah Jazz 109-84 á heimavelli í fimmta leik liðanna. Heimamenn náðu 23 stiga forystu snemma í öðrum leikhluta og var sigur liðsins aldrei í hættu. San Antonio mætir Detroit eða Cleveland í úrslitaeinvíginu sem hefst í San Antonio þann 7. júní. Lið Utah mætti ekki fullskipað til leiks í nótt því leikstjórnandinn Deron Williams átti við meiðsli að stríða og gat ekki beitt sér að fullu. Hinn bakvörðurinn í byrjunarliði Utah - Derek Fisher - kom ekki í höllina fyrr en í síðari hálfleiknum eftir að hafa verið í New York þar sem dóttir hans var í aðgerð. Eins og heimamenn spiluðu í gær, hefði það líklega litlu breytt þó gestirnir hefðu verið upp á sitt besta. Utah tapaði þarna sínum 19. leik í röð í San Antonio. "Þeir keyrðu á okkur frá fyrstu mínútu og börðu úr okkur allan sigurvilja. Þetta var svo einfalt. Menn hættu strax að spila uppsettan sóknarleik og þeir höfðu okkur nákvæmlega þar sem þeir vildu hafa okkur í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. Tony Parker og Tim Duncan skoruðu 21 stig hvor fyrir San Antonio í nótt, en hvorugur þeirra spilaði 30 mínútur í leiknum. Manu Ginobili skoraði 12 stig af bekknum, en varamenn beggja liða fengu að spila óvenju mikið sökum þess hve munurinn var mikill. Andrei Kirilenko skoraði 13 stig fyrir Utah og þeir Deron Williams og Matt Harpring 11 hvor. "Þetta er eitt ferðalag hjá okkur. Við féllum úr keppni á súran hátt í fyrra en erum nú búnir að vinna þrjú mjög sterk lið til að komast í úrslitiná ný," sagði Tim Duncan hjá San Antonio. "Fyrsti fjórðungurinn var ótrúlegur hjá okkur og líklega besti sprettur okkar í allri úrslitakeppninni. Ég man ekki eftir því að við höfum hitt svona vel. Vörnin small og við hittum vel. Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun á leik," sagði Tony Parker. Gregg Popovich var ánægður með að þurfa ekki að fara til Utah á ný. "Það var mjög mikilvægt að klára þetta núna, því þetta hefði bara orðið okkur miklu erfiðara eftir því sem þeir hefðu fengið að aðlagast okkur betur." San Antonio er nú á leið í lokaúrslit NBA í fjórða sinn síðan árið 1999 og vann liðið titilinn það ár - auk áranna 2003 og 2005. Liðið verður að teljast til alls líklegt hvort sem það mætir Cleveland eða Detroit og elsta liðið í deildinni fær nú um vikuhvíld fram að fyrsta leik þann 7. júní. Ungt lið Utah getur sannarlega vel við unað þrátt fyrir að falla úr keppni í úrslitum Vesturdeildarinnar, enda bjóst ekki nokkur einasti maður við því að liðið færi svo langt í úrslitakeppninni. "Við áttum ekki einu sinni að komast hingað," sagði Carlos Boozer morguninn fyrir leikinn.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira