Kobe Bryant: Náið í West eða ég er farinn 28. maí 2007 05:26 Kobe Bryant er orðinn leiður á meðalmennskunni í Los Angeles NordicPhotos/GettyImages Kobe Bryant gaf út sterka yfirlýsingu í samtali við ESPN sjónvarpsstöðina í gær þegar hann var spurður út í framtíð sína með liði LA Lakers. Vitað var að Bryant var orðinn leiður á að sjá lið Lakers drattast í meðalmennsku og nú virðist sem mælirinn sé fullur hjá leikmanninum. Bryant fór þess á leit við forráðamenn félagsins eftir að liðið tapaði fyrir Phoenix í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þeir leituðust við að styrkja liðið og það í hvelli. Nú vill Bryant að félagið ráði goðsögnina Jerry West aftur til starfa í stöðu framkvæmdastjóra - ella muni hann leita eftir því að fara annað. Undir stjórn West vann lið Lakers fjölda meistaratitla á sínum tíma, en hann var m.a. maðurinn sem fékk Bryant og Shaquille O´Neal til félagsins og byggði í kring um þá lið sem vann deildina þrjú ár í röð í upphafi áratugarins. West er við það að klára samning sinn sem framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies og ekki er gert ráð fyrir því að hann haldi þar áfram störfum. "Ég er orðinn þreyttur á því að við skulum ekki vera með samkeppnishæft lið og ég hef lengi beðið eftir því að menn geri eitthvað í því. Þetta er gremjulegt fyrir mig og gremjulegt fyrir alla stuðningsmenn félagsins. Ég er að bíða eftir því að menn geri breytingar til góðs," sagði Kobe Bryant. Nú er bara að bíða og sjá hvernig þessi ummæli fara í Mitch Kupchack, núverandi framkvæmdastjóra Lakers. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Kobe Bryant gaf út sterka yfirlýsingu í samtali við ESPN sjónvarpsstöðina í gær þegar hann var spurður út í framtíð sína með liði LA Lakers. Vitað var að Bryant var orðinn leiður á að sjá lið Lakers drattast í meðalmennsku og nú virðist sem mælirinn sé fullur hjá leikmanninum. Bryant fór þess á leit við forráðamenn félagsins eftir að liðið tapaði fyrir Phoenix í fyrstu umferð úrslitakeppninnar að þeir leituðust við að styrkja liðið og það í hvelli. Nú vill Bryant að félagið ráði goðsögnina Jerry West aftur til starfa í stöðu framkvæmdastjóra - ella muni hann leita eftir því að fara annað. Undir stjórn West vann lið Lakers fjölda meistaratitla á sínum tíma, en hann var m.a. maðurinn sem fékk Bryant og Shaquille O´Neal til félagsins og byggði í kring um þá lið sem vann deildina þrjú ár í röð í upphafi áratugarins. West er við það að klára samning sinn sem framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies og ekki er gert ráð fyrir því að hann haldi þar áfram störfum. "Ég er orðinn þreyttur á því að við skulum ekki vera með samkeppnishæft lið og ég hef lengi beðið eftir því að menn geri eitthvað í því. Þetta er gremjulegt fyrir mig og gremjulegt fyrir alla stuðningsmenn félagsins. Ég er að bíða eftir því að menn geri breytingar til góðs," sagði Kobe Bryant. Nú er bara að bíða og sjá hvernig þessi ummæli fara í Mitch Kupchack, núverandi framkvæmdastjóra Lakers.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira