Groundhog Day í Detroit 25. maí 2007 09:56 LeBron reynir hér síðasta skot Cleveland í leiknum. MYND/AFP Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1. NBA Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Sjá meira
Detroit Pistons og Cleveland Cavaliers áttust við í annað sinn í nótt. Þó var engu líkara en að leikurinn væri endursýning á fyrsta leik liðanna því hann spilaðist nær eins og lokutölur urðu þær sömu, 79 - 76. Cleveland byrjaði betur LeBron James var greinilega ákveðinn í því að standa sig betur en í fyrsta leik liðanna. Liðið var yfir í hálfleik, 38 - 50 en eins og venjulega kom slæmur kafli strax eftir hlé. Það hleypti Detroit aftur inn í leikinn og þriðji leikhluti endaði 60 - 63, Cleveland í hag. Svo virtist sem Detroit ætlaði sér síðan að taka völdin í leiknum því þeir settu 14 stig á móti fjórum hjá Cleveland í upphafi fjórða leikhluta og staðan því orðin 74 - 69. Cleveland setti þá sex stig í röð og allt var tilbúið fyrir æsispennandi lokamínútur. Detroit fór í sókn og þegar tæpar 20 sekúndur voru eftir skoraði Rasheed Wallace, sem setti 10 af sextán stigum sínum í síðasta leikhluta, tveggja stiga körfu yfir LeBron James. Cleveland fór í sókn og James keyrði inn í teiginn í áttina að körfunni. Richard Hamilton var á honum eins og skugginn og virtist brjóta á James þrisvar til fjórum sinnum og James klikkaði á skotinu. Larry Hughes náði frákastinu fyrir Cleveland en klikkaði á stuttu skoti. Enn náði leikmaður Cleveland að pota í boltann en niður fór hann ekki. Detriot náði þá loks boltanum og þjálfari Cleveland, Mike Brown, fékk þá tæknivillu fyrir að mótmæla því að dómarar leiksins hafi ekki dæmt villu á Hamilton þegar James keyrði inn í teiginn. Því fór sem fór. Eftir leikinn vildi Cleveland ekkert segja um dómarann og neituðu að kenna honum um ósigur sinn. Margir íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum voru þá á því máli að það hefði verið brotið á James, að minnsta kosti þrisvar sinnum, og að dómararnir þrír sem dæmdu leikinn ættu ekki að fá að dæma fleiri leiki í úrslitakeppninni. Stighæstur Cleveland-manna var LeBron James með 19 stig og tók hann sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Rasheed Wallace skoraði 16 stig fyrir Detroit og tók 11 fráköst. Stig Cleveland: LeBron James 19, Sasha Pavlovic 14, Anderson Varejao 14, Daniel Gibson 9, Donyell Marshall 6, Drew Gooden 4, Larry Hughes 4, Zydrunas Ilgauskas 3, Damon Jones 3. Stig Detroit: Rasheed Wallace 16, Jason Maxiell 15, Chauncey Billups 13, Richard Hamilton 13, Chris Webber 9, Carlos Delfino 6, Antonio McDyess 4, Flip Murray 2, Tayshaun Prince 1.
NBA Mest lesið Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Í beinni: Valur - Porrino | Evróputitill í boði Handbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Verður stærsti dagur ævi minnar“ Fótbolti Fleiri fréttir Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Sjá meira