Danspönksveitin the Rapture á leið til landsins 24. maí 2007 16:39 Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár. ,,Færri komust að en vildu þegar sveitin tróð upp á Airwaves um árið, en þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá fjórmenningana fremja listir sínar á sviði Gauks á Stöng hafa ítrekað vitnað um að sjaldan hafi stuðkvarðinn verið jafn nálægt því að fara yfir hættumörk. Það er því í ljósi sælla minninga og fjölda áskorana sem Hr. Örlygur stendur fyrir endurkomu The Rapture á íslenska grund." segir í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi sem flytur sveitina inn. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðalagi sveitarinnar til að kynna nýjustu breiðskífu sína, Pieces of the People We Love, sem kom út á síðasta ári. Hún hefur hlotið fádæma viðtökur gagnrýnenda og almennings og hafa lög af henni á borð við „Get myself into it", „Whoo! Alright-Yeah… Uh huh" og nú síðast „Pieces of the people we love" hljómað á útvarpsstöðum og dansgólfum skemmtistaða landsins í vetur. Miðasala hefst á morgun, föstudaginn 25. maí í verslunum Skífunnar, völdum verslunum BT og á Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur. Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Danspönksveitin the Rapture er væntanleg til landsins og heldur tónleika á skemmtistaðnum NASA við Austurvöll 26. júlí næstkomandi. Sveitin er frá New York og er talin ein af upphafsmönnum danspönkbylgjunnar sem hefur verið áberandi í rokktónlist undanfarin ár. ,,Færri komust að en vildu þegar sveitin tróð upp á Airwaves um árið, en þeir sem voru þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá fjórmenningana fremja listir sínar á sviði Gauks á Stöng hafa ítrekað vitnað um að sjaldan hafi stuðkvarðinn verið jafn nálægt því að fara yfir hættumörk. Það er því í ljósi sælla minninga og fjölda áskorana sem Hr. Örlygur stendur fyrir endurkomu The Rapture á íslenska grund." segir í fréttatilkynningu frá Hr. Örlygi sem flytur sveitina inn. Tónleikarnir eru liður í tónleikaferðalagi sveitarinnar til að kynna nýjustu breiðskífu sína, Pieces of the People We Love, sem kom út á síðasta ári. Hún hefur hlotið fádæma viðtökur gagnrýnenda og almennings og hafa lög af henni á borð við „Get myself into it", „Whoo! Alright-Yeah… Uh huh" og nú síðast „Pieces of the people we love" hljómað á útvarpsstöðum og dansgólfum skemmtistaða landsins í vetur. Miðasala hefst á morgun, föstudaginn 25. maí í verslunum Skífunnar, völdum verslunum BT og á Midi.is. Miðaverð er 3.900 krónur.
Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira