Sannfærandi sigur hjá San Antonio 23. maí 2007 05:20 Bruce Bowen og Tim Duncan ræða hér málin í leiknum í nótt, sem var að heita má eign heimamanna NordicPhotos/GettyImages San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhluta skildi á milli þar sem San Antonio hafði betur 32-17 og leiddi því í hálfleik 56-41. Heimamenn náðu mest yfir 20 stiga forystu líkt og í fyrsta leiknum, en þó Utah næði alltaf að minnka forskotið niður fyrir 10 stigin - var sigur heimamanna aldrei í hættu. Utah fann engin svör við stórleik Tony Parker sem fékk að valsa inn í teiginn og skapaði skot fyrir sjálfan sig og félaga sína fyrir utan þriggja stiga línuna. "Þetta er það sem þeir eru að gefa okkur. Ég er að keyra inn í teiginn og þeir neyða okkur til að taka langskotin - og við erum að setja þau niður," sagði Tony Parker, sem hitti öllum 6 skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum. "Við verðum að halda okkur á jörðinni því við höfum enn ekki gert neitt annað en að halda heimavellinum. Þeir eiga eftir að mæta grimmir til leiks í Utah og þar verðum við að spila enn betur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio. "Við skutum okkur í fótinn í hvert sinn sem við komum okkur í færi til að jafna leikinn og gerðum sjálfum okkur lífið leitt. Þeir nýttu sér það til fullnustu í þessum leik," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. San Antonio vann baráttuna um fráköstin 44-35 og það hafði mikið að segja fyrir heimamenn sem töpuðu 23 boltum í leiknum sem er óvenju mikið á þeim bænum. Gregg Popovich þjálfari var spurður út í yfirburði hans manna í fráköstunum. "Ég sagði þeim bara að vera grimmari í fráköstunum eða eitthvað álíka töfrandi," sagði hinn kaldhæðni þjálfari Spurs. Tim Duncan hafði í raun hljótt um sig í sóknarleiknum en var samt stigahæstur heimamanna með 26 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot. Tony Parker skoraði 17 stig og setti persónulegt met í úrslitakeppni með 14 stoðsendingum. Manu Ginobili skoraði einnig 17 stig og Fabricio Oberto skoraði 14 stig og hirti 7 fráköst. Michael Finley, Bruce Bowen, Manu Ginobili og Brent Barry settu hver niður sína þrjá þristana í leiknum og alls nýtti San Antonio helming 26 þriggja stiga skota sinna í leiknum. Carlos Boozer átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna en hann hristi það af sér í nótt og bar af í liði Utah með 33 stigum og 15 fráköstum. Deron Williams átti einnig ágætan leik með 26 stig og 10 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig. Lykilleikmenn Utah á borð við Mehmet Okur, Derek Fisher og Matt Harpring voru úti á þekju í leiknum og fundu aldrei taktinn. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í nótt. Næsti leikur fer fram í Salt Lake City á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Enginn leikur er á dagskrá í úrslitakeppninni í kvöld en fjörið heldur áfram á fimmtudagskvöldið þegar Detroit og Cleveland mætast öðru sinni í úrslitum Austurdeildarinnar. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn - eins og raunar allir leikir það sem eftir er í úrslitakeppninni. NBA Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sjá meira
San Antonio Spurs er komið í bílstjórasætið í einvígi sínu við Utah Jazz í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA eftir öruggan 105-96 sigur í öðrum leik liðanna í nótt. San Antonio leiðir því einvígið 2-0 en næstu tveir leikir fara fram í Salt Lake City. Annar leikurinn þróaðist mjög líkt og sá fyrsti þar sem heimamenn lögðu grunninn að sigri með frábærum öðrum leikhluta. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhlutanum en í öðrum leikhluta skildi á milli þar sem San Antonio hafði betur 32-17 og leiddi því í hálfleik 56-41. Heimamenn náðu mest yfir 20 stiga forystu líkt og í fyrsta leiknum, en þó Utah næði alltaf að minnka forskotið niður fyrir 10 stigin - var sigur heimamanna aldrei í hættu. Utah fann engin svör við stórleik Tony Parker sem fékk að valsa inn í teiginn og skapaði skot fyrir sjálfan sig og félaga sína fyrir utan þriggja stiga línuna. "Þetta er það sem þeir eru að gefa okkur. Ég er að keyra inn í teiginn og þeir neyða okkur til að taka langskotin - og við erum að setja þau niður," sagði Tony Parker, sem hitti öllum 6 skotum sínum utan af velli í fyrri hálfleiknum. "Við verðum að halda okkur á jörðinni því við höfum enn ekki gert neitt annað en að halda heimavellinum. Þeir eiga eftir að mæta grimmir til leiks í Utah og þar verðum við að spila enn betur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio. "Við skutum okkur í fótinn í hvert sinn sem við komum okkur í færi til að jafna leikinn og gerðum sjálfum okkur lífið leitt. Þeir nýttu sér það til fullnustu í þessum leik," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah. San Antonio vann baráttuna um fráköstin 44-35 og það hafði mikið að segja fyrir heimamenn sem töpuðu 23 boltum í leiknum sem er óvenju mikið á þeim bænum. Gregg Popovich þjálfari var spurður út í yfirburði hans manna í fráköstunum. "Ég sagði þeim bara að vera grimmari í fráköstunum eða eitthvað álíka töfrandi," sagði hinn kaldhæðni þjálfari Spurs. Tim Duncan hafði í raun hljótt um sig í sóknarleiknum en var samt stigahæstur heimamanna með 26 stig, hirti 14 fráköst og varði 5 skot. Tony Parker skoraði 17 stig og setti persónulegt met í úrslitakeppni með 14 stoðsendingum. Manu Ginobili skoraði einnig 17 stig og Fabricio Oberto skoraði 14 stig og hirti 7 fráköst. Michael Finley, Bruce Bowen, Manu Ginobili og Brent Barry settu hver niður sína þrjá þristana í leiknum og alls nýtti San Antonio helming 26 þriggja stiga skota sinna í leiknum. Carlos Boozer átti nokkuð erfitt uppdráttar í fyrsta leik liðanna en hann hristi það af sér í nótt og bar af í liði Utah með 33 stigum og 15 fráköstum. Deron Williams átti einnig ágætan leik með 26 stig og 10 stoðsendingar og Andrei Kirilenko skoraði 15 stig. Lykilleikmenn Utah á borð við Mehmet Okur, Derek Fisher og Matt Harpring voru úti á þekju í leiknum og fundu aldrei taktinn. Smelltu hér til að sjá alla tölfræði úr leiknum í nótt. Næsti leikur fer fram í Salt Lake City á laugardagskvöldið og verður hann einnig sýndur beint á Sýn. Enginn leikur er á dagskrá í úrslitakeppninni í kvöld en fjörið heldur áfram á fimmtudagskvöldið þegar Detroit og Cleveland mætast öðru sinni í úrslitum Austurdeildarinnar. Sá leikur verður sýndur beint á Sýn - eins og raunar allir leikir það sem eftir er í úrslitakeppninni.
NBA Mest lesið Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Fleiri fréttir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín vann lokaleikinn „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sjá meira