Mylan kaupir samheitalyfjahluta Merck 13. maí 2007 12:39 Úr framleiðslustöð Merck KGaA í Darmstadt í Þýskalandi. Mynd/AFP Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig hins vegar úr baráttunni í byrjun mánaðar. Talsmaður Merck segir í samtali við fréttastofu Reuters í dag að andvirði af sölunni á samheitalyfjahluta fyrirtækisins verði notað til að greiða niður skuldir. Þá verður hluti þess notaður til að greiða hluthöfum arð, sem greiðist sérstaklega vegna sölu á þessum hluta fyrirtækisins. Fjöldi lyfjafyrirtækja víða um heim öttu kappi um kaup á samheitalyfjahluta Merck þegar hann var settur í söluferli í byrjun árs. Smátt og smátt tvístraðist úr hópnum, síðast í byrjun maí þegar Actavis, sem lengi vel var á meðal líklegustu kaupenda og eitt fjögurra fyrirtækja sem lagði inn bindandi tilboð í samheitalyfjahlutann, greindi frá því að það hefði ákveðið að fara ekki lengra. Þegar fjögur tilboð lágu fyrir kannaði stjórn Merck hvort bjóðendur hefðu hug á að hækka boð sín. Á því stigi ákvað Actavis að draga sig í hlé og var haft eftir Róberti Wessman, forstjóra fyrirtækisins, að samheitalyfjahlutinn væri orðinn of dýr. Taldi hann líkur á að endanlegt kaupverð myndi nema um 4,6 milljörðum evra, rétt rúmlega 400 milljörðum íslenskra króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Þýska lyfjafyrirtækið Merck greindi frá því í dag að það hefði ákveðið að selja samheitalyfjahluta fyrirtækisins til bandaríska lyfjafyrirtækisins Mylan Laboratories. Kaupverð nemur 4,9 milljörðum evra, jafnvirði rúmra 426 milljarða íslenskra króna. Actavis var lengi vel á meðal þeirra sem helst komu til greina sem kaupendur á samheitalyfjahlutanum. Fyrirtækið dró sig hins vegar úr baráttunni í byrjun mánaðar. Talsmaður Merck segir í samtali við fréttastofu Reuters í dag að andvirði af sölunni á samheitalyfjahluta fyrirtækisins verði notað til að greiða niður skuldir. Þá verður hluti þess notaður til að greiða hluthöfum arð, sem greiðist sérstaklega vegna sölu á þessum hluta fyrirtækisins. Fjöldi lyfjafyrirtækja víða um heim öttu kappi um kaup á samheitalyfjahluta Merck þegar hann var settur í söluferli í byrjun árs. Smátt og smátt tvístraðist úr hópnum, síðast í byrjun maí þegar Actavis, sem lengi vel var á meðal líklegustu kaupenda og eitt fjögurra fyrirtækja sem lagði inn bindandi tilboð í samheitalyfjahlutann, greindi frá því að það hefði ákveðið að fara ekki lengra. Þegar fjögur tilboð lágu fyrir kannaði stjórn Merck hvort bjóðendur hefðu hug á að hækka boð sín. Á því stigi ákvað Actavis að draga sig í hlé og var haft eftir Róberti Wessman, forstjóra fyrirtækisins, að samheitalyfjahlutinn væri orðinn of dýr. Taldi hann líkur á að endanlegt kaupverð myndi nema um 4,6 milljörðum evra, rétt rúmlega 400 milljörðum íslenskra króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira