Novator gerir yfirtökutilboð í Actavis 10. maí 2007 11:12 Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Félög tengd Novator eiga nú þegar um 38,5 prósent af hlutafé félagsins í A-flokki en Björgólfur Thor er jafnframt stjórnarformaður þess. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirtökutilboðið er 9 prósentum yfir lokagengi Actavis í Kauphöll Íslands í gær en félagið er metið á um 287 milljarða krónur. Í tilkynningu um viðskiptin segir að Novator muni beita sér fyrir aukinni áhættusækni í rekstri félagsins, fækka í stjórn og birta aðeins á opinberum vettvangi þær upplýsingar sem almennt er krafist af óskráðum félögum. Þá sé það mat Novator að sú aukna áhætta, sem fylgir slíkri skuldsetningu og stefnu, sé ekki heppileg fyrir almenna fjárfesta og því rétt að gefa öðrum fjárfestum tækifæri tilútgöngu áður en að slíkum breytingum kemur. Novator hyggst afskrá félagið af markaði eins fljótt og auðið er. Þá segir ennfremur að þetta sé hæsta gengi sem boðið hafi verið fyrir hlutabréf í félaginu og ríflega 21 prósenti hærra en meðaltals lokagengi síðastliðinna sex mánaða. „Það er mat Novator að verðið endurspegli á mjög sanngjarnan hátt raunvirði félagsins á þessum tíma, einkum og sér í lagi í samanburði við önnur samheitalyfjafyrirtæki á markaði og nýlegar yfirtökur í geiranum," að því er segir í tilkynningunni. Umtalsverður hluti kaupverðsins verður fjármagnaður með með lánsfé og verður Actavis verulega skuldsett að yfirtökunni lokinni, að því er tilkynningin segir. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Novator, fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur ákveðið að leggja fram frjálst yfirtökutilboð í allt hlutafé Actavis Group. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut, jafnvirði 85,23 króna. Gengið stendur nú í 78,2 krónum á hlut. Félög tengd Novator eiga nú þegar um 38,5 prósent af hlutafé félagsins í A-flokki en Björgólfur Thor er jafnframt stjórnarformaður þess. Markmið Novator er að eignast allt hlutafé félagsins, að því er segir í tilkynningu frá félaginu. Yfirtökutilboðið er 9 prósentum yfir lokagengi Actavis í Kauphöll Íslands í gær en félagið er metið á um 287 milljarða krónur. Í tilkynningu um viðskiptin segir að Novator muni beita sér fyrir aukinni áhættusækni í rekstri félagsins, fækka í stjórn og birta aðeins á opinberum vettvangi þær upplýsingar sem almennt er krafist af óskráðum félögum. Þá sé það mat Novator að sú aukna áhætta, sem fylgir slíkri skuldsetningu og stefnu, sé ekki heppileg fyrir almenna fjárfesta og því rétt að gefa öðrum fjárfestum tækifæri tilútgöngu áður en að slíkum breytingum kemur. Novator hyggst afskrá félagið af markaði eins fljótt og auðið er. Þá segir ennfremur að þetta sé hæsta gengi sem boðið hafi verið fyrir hlutabréf í félaginu og ríflega 21 prósenti hærra en meðaltals lokagengi síðastliðinna sex mánaða. „Það er mat Novator að verðið endurspegli á mjög sanngjarnan hátt raunvirði félagsins á þessum tíma, einkum og sér í lagi í samanburði við önnur samheitalyfjafyrirtæki á markaði og nýlegar yfirtökur í geiranum," að því er segir í tilkynningunni. Umtalsverður hluti kaupverðsins verður fjármagnaður með með lánsfé og verður Actavis verulega skuldsett að yfirtökunni lokinni, að því er tilkynningin segir.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira