Eins og 150 sólir spryngju - jörðin væri horfin Óli Tynes skrifar 8. maí 2007 13:28 Stjörnufræðingar hafa náð myndum af stærstu og skærustu sprengistjörnu sem þeir hafa nokkru sinni séð. Stjarnan sem sprakk er 150 sinnum stærri en sólin. Kraftinn er hreinlega ekki hægt að ímynda sér. Sem betur fer er stjarnan 240 milljón ljósár frá jörðinni, og hún því ekki í neinni hættu. Ef þessi stjarna hefði verið þar sem sól jarðarinnar er, þegar hún sprakk, væri jörðin hreinlega horfin. Stjarnan fannst á síðasta ári og síðan hafa allir stórir stjörnustjónaukar heimsins beinst að henni. Þessi deyjandi stjarna gengur undir nafninu SN2006gy. Myndir af henni voru þó ekki birtar fyrr en í gær. Nathan Smith, sem stjórnar skoðun stjörnunnar við háskólann í Kaliforníu segir að hún sé fimm sinnum bjartari en nokkur sprengistjarna sem þeir hafi séð. "Hún er bara svo miklu stærri en allt annað. Það er lamandi að fylgjast með þessu," segir hann. Sævar Helgi Bragason, eðlisfræðingur, segir um sprengistjörnur: Sprengistjörnur (e. supernova) eru meðal mestu hamfara sem þekkjast í alheiminum. Orkan sem losnar úr læðingi þegar stjarna springur er hrikaleg og sést það best á því að við sprenginguna verður stjarnan jafn björt eða bjartari en heil vetrarbraut.Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá tölvugerðan myndbút af því þegar sprengistjarnan sprakk. Á eftir því ræða vísindamenn NASA um stjörnuna og möguleikann á því að önnur stjarna, Chandra, verði að sprengistjörnu. Chandra er mun nær jörðinni en SN2006gy en þó svo hún myndi springa kæmi ekkert fyrir jörðina. Fólk sem býr á suðurhveli jarðar gæti þó séð fegurðina berum augum. Erlent Vísindi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Stjörnufræðingar hafa náð myndum af stærstu og skærustu sprengistjörnu sem þeir hafa nokkru sinni séð. Stjarnan sem sprakk er 150 sinnum stærri en sólin. Kraftinn er hreinlega ekki hægt að ímynda sér. Sem betur fer er stjarnan 240 milljón ljósár frá jörðinni, og hún því ekki í neinni hættu. Ef þessi stjarna hefði verið þar sem sól jarðarinnar er, þegar hún sprakk, væri jörðin hreinlega horfin. Stjarnan fannst á síðasta ári og síðan hafa allir stórir stjörnustjónaukar heimsins beinst að henni. Þessi deyjandi stjarna gengur undir nafninu SN2006gy. Myndir af henni voru þó ekki birtar fyrr en í gær. Nathan Smith, sem stjórnar skoðun stjörnunnar við háskólann í Kaliforníu segir að hún sé fimm sinnum bjartari en nokkur sprengistjarna sem þeir hafi séð. "Hún er bara svo miklu stærri en allt annað. Það er lamandi að fylgjast með þessu," segir hann. Sævar Helgi Bragason, eðlisfræðingur, segir um sprengistjörnur: Sprengistjörnur (e. supernova) eru meðal mestu hamfara sem þekkjast í alheiminum. Orkan sem losnar úr læðingi þegar stjarna springur er hrikaleg og sést það best á því að við sprenginguna verður stjarnan jafn björt eða bjartari en heil vetrarbraut.Á meðfylgjandi myndskeiði má sjá tölvugerðan myndbút af því þegar sprengistjarnan sprakk. Á eftir því ræða vísindamenn NASA um stjörnuna og möguleikann á því að önnur stjarna, Chandra, verði að sprengistjörnu. Chandra er mun nær jörðinni en SN2006gy en þó svo hún myndi springa kæmi ekkert fyrir jörðina. Fólk sem býr á suðurhveli jarðar gæti þó séð fegurðina berum augum.
Erlent Vísindi Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira