Utah vann nauman sigur á Golden State 8. maí 2007 06:01 Deron Williams fer hér framhjá Baron Davis í leiknum í nótt, en þeir léku báðir mjög vel NordicPhotos/GettyImages Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Fyrsti leikur Utah og Golden State í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA var æsispennandi en svo fór að lokum að heimamenn í Utah höfðu sigur 116-112 á heimavelli sínum. Leikurinn var að hluta til einvígi leikstjórnendanna Deron Williams og Baron Davis og það var hinn ungi Williams sem náði að leiða lið sitt til sigurs í þetta sinn. Flestir reiknuðu með því að Utah myndi reyna að halda niðri hraðanum gegn skotglöðum lærisveinum Don Nelson, en annað var uppi á teningnum. Leikurinn var bráðfjörugur frá fyrstu mínútu og höfðu gestirnir frumkvæðið frá hálfleiknum og fram í fjórða leikhlutann. Munurinn var þó aldrei mikill en taugar heimamanna héldu á lokasprettinum. Carlos Boozer var gríðarlega mikilvægur í lokin líkt og í oddaleiknum gegn Houston á dögunum og kom Utah tveimur stigum yfir þegar hann hirti sóknarfrákst og skoraði þegar 17 sekúndur voru eftir af leiknum. Steven Jackson reyndi þriggja stiga skot fyrir Golden State sem klikkaði og Matt Harpring setti niður tvö víti fyrir Utah og kláraði leikinn. Deron Williams var atkvæðamestur heimamanna með 31 stig og 8 stoðsendingar og er þessi ungi leikstjórnandi heldur betur að stimpla sig inn sem einn sá besti í deildinni í úrslitakeppninni. Mehmet Okur skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst, Matt Harpring skoraði 21 stig af bekknum, Carlos Boozer skoraði 17 stig og hirti 20 fráköst - þar af 10 í sókninni - og Andrei Kirilenko skoraði 13 stig, hirti 7 fráköst og varði 7 skot. Baron Davis skoraði 24 stig fyrir Golden State - þar af ekkert í fyrsta leikhluta og 17 í öðrum leikhluta, Al Harrington fann sig á ný og skoraði 21 stig af bekknum, Jason Richardson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst og Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 10 fráköst og Stephen Jackson skoraði 16 stig. Hinn reyndi byrjunarliðsmaður Derek Fisher var ekki í leikmannahópi Utah í nótt vegna uppákomu í fjölskyldu hans og fékk leyfi frá leiknum. Það kom sér afar illa fyrir heimamenn, sem þurftu að treysta á nýliðann Dee Brown til að leysa Deron Williams af hólmi í leikstjórnandahlutverkinu. Hann stóð sig ágætlega þær mínútur sem hann spilaði. "Við sýndum enn og aftur að það er töggur í þessu liði og eftir hremmingar okkar gegn Houston, sýndum við að við erum tilbúnir í slaginn gegn hvaða liði sem er," sagði Deron Williams hjá Utah sem náði að halda sæmilega aftur af Baron Davis í mikilvægu einvígi leikstjórnendanna. "Þetta er ekki einvígi Deron Williams og Baron Davis," sagði Jerry Sloan þjálfari Utah fúll þegar hann var spurður út í góðan leik Williams. "Við erum að keppa við Golden State en ekki Baron Davis og mér er alveg sama um keppni einstaklinga. Þetta er liðsíþrótt," urraði Sloan á blaðamann eftir leikinn. Utah var með lakari hittni og fleiri tapaða bolta í leiknum í nótt, en vann baráttuna um fráköstin 54-36. Næsti leikur liðanna er aðfararnótt fimmtudagsins og verður hann sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira