Robert Horry snýr aftur 1. maí 2007 05:19 Robert Horry slær hér á létta strengi með þjálfara sínum NordicPhotos/GettyImages San Antonio hefur náð afgerandi 3-1 forystu í einvígi sínu við Denver í úrslitakeppni NBA eftir 96-89 útisigur á Denver í fjórða leik liðanna í nótt. Það var gamli refurinn Robert Horry sem tryggði sigur San Antonio með þriggja stiga körfu þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Denver þurfti nauðsynlega á sigri að halda en tapaði öðrum heimaleik sínum í röð eftir að gestirnir luku leiknum með 17-6 rispu. San Antonio tapaði fyrsta leiknum í einvíginu á heimavelli og vildu margir meina að Denver myndi gera liðinu mjög erfitt fyrir. San Antonio hefur hinsvegar unnið þrjá leiki í röð í einvíginu og getur tryggt sér sæti í annari umferð með sigri á heimavelli í næsta leik. Ef svo færi, yrði einvígið núna nákvæmlega eins og einvígi liðanna í fyrstu umferð árið 2005 þar sem Denver komst yfir 1-0 en síðan ekki söguna meir. Tim Duncan skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 18 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 15 stig og Robert Horry skoraði aðeins 6 stig - en þessi sexfaldi NBA meistari er orðinn alræmdur fyrir hetjuskap sinn á síðustu sekúndum mikilvægra leikja í úrslitakeppninni og hefur fengið viðurnefnið "Stórskota-Stebbi" Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver, en fékk dæmdar á sig fjórar ruðningsvillur í leiknum og þurfti að sitja á bekknum lengur en til stóð vegna villuvandræða. Allen Iverson skoraði 22 stig, Nene skoraði 18 stig og Marcus Camby hirti 18 fráköst. "Þetta er ekki flókið. Nú verðum við að vinna þrjá leiki í röð rétt eins og þeir hafa gert núna, en við erum svosem ekki að hugsa um það núna. Það verður erfitt að fara til San Antonio í þessari stöðu en við verðum bara að reyna að vinna næsta leik," sagði Allen Iverson niðurlútur eftir leikinn. "Horry er orðinn þekktur fyrir að gera þetta og ég er ánægður með að hann skuli vera í okkar liði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann bjargar okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Við höfðum heppnina með okkur á lokasprettinum og náðum í góðan sigur á mjög sterku liði." NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira
San Antonio hefur náð afgerandi 3-1 forystu í einvígi sínu við Denver í úrslitakeppni NBA eftir 96-89 útisigur á Denver í fjórða leik liðanna í nótt. Það var gamli refurinn Robert Horry sem tryggði sigur San Antonio með þriggja stiga körfu þegar 30 sekúndur voru eftir af leiknum. Denver þurfti nauðsynlega á sigri að halda en tapaði öðrum heimaleik sínum í röð eftir að gestirnir luku leiknum með 17-6 rispu. San Antonio tapaði fyrsta leiknum í einvíginu á heimavelli og vildu margir meina að Denver myndi gera liðinu mjög erfitt fyrir. San Antonio hefur hinsvegar unnið þrjá leiki í röð í einvíginu og getur tryggt sér sæti í annari umferð með sigri á heimavelli í næsta leik. Ef svo færi, yrði einvígið núna nákvæmlega eins og einvígi liðanna í fyrstu umferð árið 2005 þar sem Denver komst yfir 1-0 en síðan ekki söguna meir. Tim Duncan skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir San Antonio og Manu Ginobili skoraði 18 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 15 stig og Robert Horry skoraði aðeins 6 stig - en þessi sexfaldi NBA meistari er orðinn alræmdur fyrir hetjuskap sinn á síðustu sekúndum mikilvægra leikja í úrslitakeppninni og hefur fengið viðurnefnið "Stórskota-Stebbi" Carmelo Anthony skoraði 29 stig fyrir Denver, en fékk dæmdar á sig fjórar ruðningsvillur í leiknum og þurfti að sitja á bekknum lengur en til stóð vegna villuvandræða. Allen Iverson skoraði 22 stig, Nene skoraði 18 stig og Marcus Camby hirti 18 fráköst. "Þetta er ekki flókið. Nú verðum við að vinna þrjá leiki í röð rétt eins og þeir hafa gert núna, en við erum svosem ekki að hugsa um það núna. Það verður erfitt að fara til San Antonio í þessari stöðu en við verðum bara að reyna að vinna næsta leik," sagði Allen Iverson niðurlútur eftir leikinn. "Horry er orðinn þekktur fyrir að gera þetta og ég er ánægður með að hann skuli vera í okkar liði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann bjargar okkur," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. "Við höfðum heppnina með okkur á lokasprettinum og náðum í góðan sigur á mjög sterku liði."
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Sjá meira