Ævintýrið heldur áfram hjá Warriors 30. apríl 2007 05:45 Baron Davis fagnaði innilega í leikslok í nótt og öskubuskuævintýrið heldur áfram á þriðjudagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Dallas á þriðjudagskvöldið og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Það er leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Aðeins tvisvar í sögu NBA hefur það gerst að liðið í 8. sæti inn í úrslitakeppni hafi sigrað liðið í 1. sæti - en það hefur aldrei gerst síðan fjóra sigra þurfti til að komast áfram í fyrstu umferðinni. Þakið var við það að rifna af Oracle Arena höllinni í Oakland í gær þar sem enn eitt áhorfendametið var sett og stemmingin ólýsanleg. Golden State hefur þegar náð að koma öllum körfuboltaheiminum á óvart með hetjulegri framgöngu sinni og Dallas-liðið er komið í bullandi vandræði í seríunni þó það eigi næsta leik á heimavelli. Dallas hafði frumkvæðið framan af leik í nótt, en heimamenn náðu alltaf að koma til baka þrátt fyrir að þeir lentu undir. Jessica Alba er líklega "heitasti" stuðningsmaður Golden State Warriors um þessar mundir og hún skemmti sér konunglega í nótt eins og sést á myndinniNordicPhotos/GettyImagesLeikstjórnandinn Baron Davis fór fyrir liði Golden State í kvöld og var gjörsamlega óstöðvandi. Hann skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst - og toppaði frammistöðu sína með því að setja niður skot frá miðju um leið og flautan gall í lok fyrri hálfleiks. Jason Richardson skoraði 22 stig, Stephen Jackson 19 og Mickael Pietrus 16 af bekknum. Þeir Monta Ellis og Al Harrington fóru í feluleik og skoruðu samtals 1 stig - en það kom ekki í veg fyrir að öskubuskuævintýrið héldi áfram hjá liði Golden State. Jerry Stackhouse skoraði 24 stig af bekknum hjá Dallas og hristi af sér slenið sem hefur verið á honum í fyrstu leikjunum. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig, þar af tvo þrista í blálokin sem gáfu Dallas veika von, en hann var annars langt frá sínu besta og á erfitt uppdráttar gegn varnarleik Golden State. Nowitzki hirti 15 fráköst í leiknum. Josh Howard hélt Dallas inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 20 af 22 stigum sínum. Jason Terry skoraði 19 stig. NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Dallas á þriðjudagskvöldið og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Það er leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Aðeins tvisvar í sögu NBA hefur það gerst að liðið í 8. sæti inn í úrslitakeppni hafi sigrað liðið í 1. sæti - en það hefur aldrei gerst síðan fjóra sigra þurfti til að komast áfram í fyrstu umferðinni. Þakið var við það að rifna af Oracle Arena höllinni í Oakland í gær þar sem enn eitt áhorfendametið var sett og stemmingin ólýsanleg. Golden State hefur þegar náð að koma öllum körfuboltaheiminum á óvart með hetjulegri framgöngu sinni og Dallas-liðið er komið í bullandi vandræði í seríunni þó það eigi næsta leik á heimavelli. Dallas hafði frumkvæðið framan af leik í nótt, en heimamenn náðu alltaf að koma til baka þrátt fyrir að þeir lentu undir. Jessica Alba er líklega "heitasti" stuðningsmaður Golden State Warriors um þessar mundir og hún skemmti sér konunglega í nótt eins og sést á myndinniNordicPhotos/GettyImagesLeikstjórnandinn Baron Davis fór fyrir liði Golden State í kvöld og var gjörsamlega óstöðvandi. Hann skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst - og toppaði frammistöðu sína með því að setja niður skot frá miðju um leið og flautan gall í lok fyrri hálfleiks. Jason Richardson skoraði 22 stig, Stephen Jackson 19 og Mickael Pietrus 16 af bekknum. Þeir Monta Ellis og Al Harrington fóru í feluleik og skoruðu samtals 1 stig - en það kom ekki í veg fyrir að öskubuskuævintýrið héldi áfram hjá liði Golden State. Jerry Stackhouse skoraði 24 stig af bekknum hjá Dallas og hristi af sér slenið sem hefur verið á honum í fyrstu leikjunum. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig, þar af tvo þrista í blálokin sem gáfu Dallas veika von, en hann var annars langt frá sínu besta og á erfitt uppdráttar gegn varnarleik Golden State. Nowitzki hirti 15 fráköst í leiknum. Josh Howard hélt Dallas inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 20 af 22 stigum sínum. Jason Terry skoraði 19 stig.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira