Hagnaður FL Group jókst um 158 prósent 27. apríl 2007 10:12 Hannes Smárason, forstjóri FL Group. Mynd/E.Ól. Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Fjárfestingafélagið FL Group skilaði 15,1 milljarðs króna hagnaði á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 158 prósenta aukning á milli fjórðunga. Hannes Smárason, forstjóri félagsins, segist afar ánægður með niðurstöðuna og er þess fullviss að núverandi aðferðafræði félagsins gefi möguleika á að nýta þau tækifæri sem kunni að koma upp í framtíðinni. Þetta er talsvert betri afkoma en greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu gert ráð fyrir en þær höfðu spáð því að hagnaðurinn myndi liggja nær 12 milljörðum króna á tímabilinu. Í uppgjöri FL Group kemur fram að fjárfestingatekjur félagsins hafi numið 15.579 milljónum króna á tímabilinu samanborið við 7.168 milljónir króna á síðasta rekstrarfjórðungi. Rekstrargjöld fyrir sama tímabil námu 883 milljónum króna samanborið við 1.068 milljónir á fyrri fjórðungi. Eigið fé fjárfestingafélagsins nam 141.802 milljónum króna í lok fyrsta fjórðungs ársins samanborið við 77.383 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þá nam eiginfjárhlutfall 47 prósentum sem er sex prósentustigum meira en á fyrsta ársfjórðungi 2006. FL Group seldi Kynnisferðir, sem var síðasta rekstrarfélag fyrirtækisins, á fyrsta ársfjórðungi fyrir 486 milljónir króna og varð frá og með viðskiptunum hreint fjárfestingafélag. Í uppgjörinu segir að skráðar fjárfestingar félagsins hafi skilað góðum arði og hafi fyrirtækinu tekist að nýta sér aðstæður á markaði sér í vil. Félagið hefur byggt upp stöður í skráðum félögum, sérstaklega í evrópska bankageiranum, nú síðast í þýska bankanum Commerzbank auk þess sem FL Group jók við hlutafjáreign sína í Glitni og á nú 31,97 prósent hlutafjár. Fjárfestingin þar er sú verðmætasta í eignasafni FL Group, að því er segir í uppgjörinu. Þá jók FL Group við sig í AMR, móðurfélagi American Airlines, og á nú sem nemur 8,53 prósent af hlutafé félagsins en FL Group er samkvæmt opinberum tilkynningum stærsti hluthafi AMR. Samhliða þessu yfirtók hollenski drykkjarvöruframleiðandinn Refresco, sem FL Group á 49 prósenta hlut í, þrjú fyrirtæki á fyrsta ársfjórðungi. Heildareignir FL Group námu 302,8 milljörðum króna í lok fyrsta árfjórðungs og jukust um 40 milljarða króna á tímabilinu. Stærsta eign félagsins í lok mars var eignarhlutur í Glitni að andvirði 128,5 milljarðar króna, næst kom eign félagsins í Commerzbank að verðmæti 46,5 milljarðar, þá kom eign félagsins í AMR Corporation, 41,2 milljarðar króna og Finnair, en eign félagsins í Finnair nam 23,7 milljörðum króna í lok tímabilsins. Auk þessa á FL Group FL Group 13,3 prósenta hlut í norska fjármálafyrirtækin Aktiv Kapital en markaðsverðmæti hlutarins nemur 5.765 milljónum króna, 24,4 prósenta hlut í Royal Unibrew sem metinn er á 12.013 milljónir króna og 10,4 prósenta hlut í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen, en markaðsverðmæti hlutarins í fyrirtækinu nemur 10.607 milljónum króna. Uppgjör FL Group
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira