Framboðsfrestur til setu í stjórn Glitnis banka hf. rann út í dag. Nokkrar breytingar verða á stjórninni, sem er sjálfkjörin, en einungis tveir af fyrrum stjórnarmönnum bankans gáfu kost á sér að nýju eftir sviptingar í hluthafahópi bankans um páskana. Ný stjórn tekur við á hluthafafundi bankans á mánudag í næstu viku.
Í framboði til stjórnar eru þeir Björn Ingi Sveinsson, Haukur Guðjónsson,
Jón Sigurðsson, Katrín Pétursdóttir, Pétur Guðmundarson, Skarphéðinn Berg Steinarsson og Þorsteinn M. Jónsson
Í framboði sem varamenn eru þeir Eiríkur S. Jóhannsson, Gunnar Karl Guðmundsson, Jón Björnsson, Kristinn Bjarnason, Kristinn Þór Geirsson, Paul Richmond Davidson og Smári S. Sigurðsson