23 ára nýliði með forystu á Zurich Classic 20. apríl 2007 10:42 Kyle Reifers. MYND/AP Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. Kyle Reifers er aðeins 23 ára og spilar á sínu fyrsta tímabili í bandarísku mótaröðinni. Hann tryggði sér þáttökurétt með því að setja niður pútt á lokaholunni á úrtökumótinu. Frammistaða hans í gær var ótrúleg. Hann náði átta fuglum og tíu pörum á holunum átján. Lék á 64 höggum og setti vallarmet sem áður var í eigu Chris Di Marco. Di Marco er sjö höggum á eftir Reifers. David Toms sem er fæddur í Louisana lék ágætlega í gær á 69 höggum en mótið fór ekki fram á þessum velli í fyrra vegna hamfarana í New Orleans. Gamla kempan Mark Calcavecchia er í öðru sæti lék á 66 höggum, sex undir pari og er tveimur höggum á eftir Reifers. Calcavecchia vann á sínum tíma sigur á opna breska árið 1989. Suður-Kóreumaðurinn Charlie Wie átti tilþrif dagsins þegar hann vippaði ofan í holu á átjándu. Wie átti skrautlegan hring, fékk fjóra fugla tvo skolla og skramba og er sjö höggum á eftir Reifers. Fjórir kylfingar eru í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Tim Petrovic, Tom Johnson, Jason Schultz og Lucas Glover allt Bandaríkjamenn Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Kyle Reifers, 23 ára nýliði, stal senunni á Zurich Classic mótinu í bandarísku mótaröðinni í golfi í gær. Reifers náði tveggja högga forystu eftir magnaða spilamennsku. Kyle Reifers er aðeins 23 ára og spilar á sínu fyrsta tímabili í bandarísku mótaröðinni. Hann tryggði sér þáttökurétt með því að setja niður pútt á lokaholunni á úrtökumótinu. Frammistaða hans í gær var ótrúleg. Hann náði átta fuglum og tíu pörum á holunum átján. Lék á 64 höggum og setti vallarmet sem áður var í eigu Chris Di Marco. Di Marco er sjö höggum á eftir Reifers. David Toms sem er fæddur í Louisana lék ágætlega í gær á 69 höggum en mótið fór ekki fram á þessum velli í fyrra vegna hamfarana í New Orleans. Gamla kempan Mark Calcavecchia er í öðru sæti lék á 66 höggum, sex undir pari og er tveimur höggum á eftir Reifers. Calcavecchia vann á sínum tíma sigur á opna breska árið 1989. Suður-Kóreumaðurinn Charlie Wie átti tilþrif dagsins þegar hann vippaði ofan í holu á átjándu. Wie átti skrautlegan hring, fékk fjóra fugla tvo skolla og skramba og er sjö höggum á eftir Reifers. Fjórir kylfingar eru í þriðja sæti á fimm höggum undir pari. Tim Petrovic, Tom Johnson, Jason Schultz og Lucas Glover allt Bandaríkjamenn
Golf Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira