Fylkir og ÍR fallin - Ólafur varði 29 skot í marki Vals 15. apríl 2007 17:42 Fylkir féll úr DHL-deildinni í dag eftir tap gegn Fram mynd/anton brink Gríðarleg spenna var í dag í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í handbolta. Toppliðin Valur og HK unnu leiki sína því ráðast úrslit í deildinni ekki fyrr en í lokaumferðinni, en Fylkir og ÍR töpuðu leikjum sínum í dag og eru því fallin úr deildinni. ÍR átti veika von um að halda sæti sínu í deildinni með sigri í leikjunum sem eftir voru og þurftu að treysta á að úrslit annara leikja yrðu þeim í hag. Til þess kom aldrei í dag, því liðið tapaði stórt fyrir Val 35-24 á Seltjarnarnesi. Anór Gunnarsson skoraði 7 mörk fyrir Val og Markús Máni skoraði 6, en maður leiksins var Ólafur Gíslason í marki Vals, sem varði 29 skot, þar af 19 í fyrri hálfleik. Brynjar Steinarsson skoraði 9 mörk fyrir ÍR. Fylkismenn þurftu á sama hátt að vinna í dag til að eiga möguleika á að halda sæti sínu, en liðið tapaði 33-29 fyrir Fram. Hjörtur Hinriksson skoraði 10 mörk fyrir Fram og Einar Ingi Hrafnson 6. Agnar Jón Agnarsson skoraði 11 mörk fyrir Fylki. HK lagði Hauka 33-28 og er því enn með jafn mörg stig og Valsmenn á toppnum, en Valsmönnum nægir sigur á Haukum á útivelli í lokaumferðinni til að tryggja sér fyrsta meistaratitil sinn í níu ár. Valdimar Þórsson var markahæstur HK í dag með 11 mörk og Auguzdas Strazdas 8, en Freyr Brynjarsson og Andri Stefan skoruðu 8 hvor fyrir Hauka. Stjarnan lagði Akureyri 35-31 í merkingarlitlum leik í Ásgarði. Elías Halldórsson skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna og Gunnar Jóhannsson 7, en Goran Gusic skoraði 8 fyrir Akureyri og Magnús Stefánsson 6. Hér fyrir neðan eru úrslit dagsins. HK-Haukar 33-28 Stjarnan-Akureyri 35-31 Valur-ÍR 35-24 Fram-Fylkir 33-29 Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Sjá meira
Gríðarleg spenna var í dag í næst síðustu umferð úrvalsdeildar karla í handbolta. Toppliðin Valur og HK unnu leiki sína því ráðast úrslit í deildinni ekki fyrr en í lokaumferðinni, en Fylkir og ÍR töpuðu leikjum sínum í dag og eru því fallin úr deildinni. ÍR átti veika von um að halda sæti sínu í deildinni með sigri í leikjunum sem eftir voru og þurftu að treysta á að úrslit annara leikja yrðu þeim í hag. Til þess kom aldrei í dag, því liðið tapaði stórt fyrir Val 35-24 á Seltjarnarnesi. Anór Gunnarsson skoraði 7 mörk fyrir Val og Markús Máni skoraði 6, en maður leiksins var Ólafur Gíslason í marki Vals, sem varði 29 skot, þar af 19 í fyrri hálfleik. Brynjar Steinarsson skoraði 9 mörk fyrir ÍR. Fylkismenn þurftu á sama hátt að vinna í dag til að eiga möguleika á að halda sæti sínu, en liðið tapaði 33-29 fyrir Fram. Hjörtur Hinriksson skoraði 10 mörk fyrir Fram og Einar Ingi Hrafnson 6. Agnar Jón Agnarsson skoraði 11 mörk fyrir Fylki. HK lagði Hauka 33-28 og er því enn með jafn mörg stig og Valsmenn á toppnum, en Valsmönnum nægir sigur á Haukum á útivelli í lokaumferðinni til að tryggja sér fyrsta meistaratitil sinn í níu ár. Valdimar Þórsson var markahæstur HK í dag með 11 mörk og Auguzdas Strazdas 8, en Freyr Brynjarsson og Andri Stefan skoruðu 8 hvor fyrir Hauka. Stjarnan lagði Akureyri 35-31 í merkingarlitlum leik í Ásgarði. Elías Halldórsson skoraði 9 mörk fyrir Stjörnuna og Gunnar Jóhannsson 7, en Goran Gusic skoraði 8 fyrir Akureyri og Magnús Stefánsson 6. Hér fyrir neðan eru úrslit dagsins. HK-Haukar 33-28 Stjarnan-Akureyri 35-31 Valur-ÍR 35-24 Fram-Fylkir 33-29
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Fleiri fréttir „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar Sjá meira