Verðbólga mælist 5,3 prósent 16. apríl 2007 09:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira