Verðbólga mælist 5,3 prósent 16. apríl 2007 09:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6 prósentustig á milli mánaða í apríl og jafngildir það því að verðbólga síðastliðna 12 mánuði mælist 5,3 prósent, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Greiningardeildir viðskiptabankanna höfðu spáð því að vísitalan myndi mælast 5,1 til 5,3 prósent. Kostnaður vegna eigin húsnæðis jókst um 2,5 prósent nær eingöngu vegna hækkunar markaðsverðs og verð á fötum og skóm hækkaði um 5,5 prósent á sama tíma þar sem ekki gætir lengur áhrifa af útsölum. Þá lækkaði verð á mat- og drykkjarvörum um 0,9 prósent og koma þar meðal annars fram áhrif af niðurfellingu vörugjalds af nokkrum flokkum matvæla, að sögn Hagstofunnar. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hækkað um 3,2 prósent. Greiningardeildir Glitnis og Landsbankans spáðu því að verðlag myndi hækka um 0,4 prósent og færi verðbólga við það niður í 5,1 prósent. Greiningardeild Kaupþings sagði hins vegar í verðbólguspá sinni í síðustu viku, að vísitala neysluverð myndi hækka um 0,6 prósent og mynd verðbólga fara í 5,3 prósent við það. Deildirnar eru allar sammála um að hækkandi fasteignaverð og verð á bensíni og olíu vegi hátt til hækkunar á vísitölunni. Á móti vegi vænt lækkun á verðskrám hótela og veitingastaða ásamt vægri lækkun matarverðs. Greiningardeild Glitnis bendir reyndar á að nokkrir liðir hafi hækkað meira en gert hafi verið ráð fyrir í síðustu verðbólguspá bankans undir lok síðasta mánaðar. Þar á meðal eru húsnæðisliðir og verð á bensíni og olíu, sem hafi hækkað um 1,7 prósent frá því spáin kom út. Greiningardeild Landsbankans gerði ráð fyrir 4 prósenta verðhækkun á fatnaði vegna útsöluloka og einnig hefur eldsneytisverð hækkað það sem af er mánuði, eða um rúmlega 1 prósent. Spáir deildin því að tólf mánaða verðbólga muni halda áfram að lækka næstu mánuði og verði komin í námunda við verðbólgumarkmið Seðlabankans í haust. Greiningardeild Kaupþings sagði nokkra óvissuþætti geta hækkað vísitöluna. Verð á bensíni og olíu hafi hækkað samhliða hækkunum á heimsmarkaðsverði á hráolíu, sem hafi náð hæsta gildi sínu á árinu í síðustu viku. Þá vegi hækkun á fasteignaverði mikið. Sagði greiningardeildin að fasteignaverð hafi hækkað um 2,6 prósent og virðist sem markaðurinn hafi tekið vel við sér í byrjun árs. Veltutölur á fasteignarmarkaði í mars bendi til að eftirspurn hafi verið að aukast í mánuðinum. Deildin segir tólf mánaða verðbólgu halda áfram að lækka á næstu mánuðum en að talsverður verðbólguþrýstingur í hagkerfinu og megi því gera ráð fyrir einhverri töf á að verðbólgumarkmiði Seðlabanka Íslands verði náð.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira