Risaslagur í NBA í beinni á Sýn í kvöld 1. apríl 2007 14:10 Steve Nash og Dirk Nowitzki mætast í NBA í kvöld NordicPhotos/GettyImages Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt. NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
Í kvöld klukkan 18:50 verður einn af leikjum ársins í deildarkeppninni í NBA í beinni á Sýn. Hér er um að ræða fjórðu og síðustu viðureign Phoenix Suns og Dallas Mavericks í deildarkeppninni, en þetta eru tvö af allra bestu liðum deildarinnar. Síðasti leikur liðanna fyrir hálfum mánuði var að flestra mati besti leikurinn í NBA í vetur og því má eiga von á frábærum slag á besta tíma í kvöld. Dallas er í efsta sæti deildarinnar með 61 sigur og aðeins 11 töp, en liðið vann fyrstu tvær viðureignir liðanna í vetur. Phoenix (54 sigrar - 18 töp) vann hinsvegar síðasta leik liðanna þegar þau mættust í Dallas fyrir hálfum mánuði. Flestir körfuboltaspekingar vestanhafs eru á einu máli um að þar hafi verið á ferðinni besti leikur ársins til þessa. Phoenix hafði þar sigur 129-127 eftir tvíframlengdan háspennuleik. Amare Stoudemire skoraði þá 41 stig og hirti 10 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash var með 32 stig og 16 stoðsendingar - og skoraði meðal annars 10 stig á lokamínútunni í venjulegum leiktíma þegar Phoenix vann upp mikinn mun heimamanna og knúði framlengingu. Steve Nash hjá Phoenix og Dirk Nowitzki hjá Dallas eru góðir vinir síðan þeir léku saman hjá Dallas á árum áður og þeir þykja líklegustu kandidatar í að verða valdir verðmætustu leikmenn ársins í deildinni. Dallas þarf aðeins fjóra sigra í síðustu tíu leikjum sínum til að tryggja sér efsta sætið í allri deildinni og þar með heimavallarréttinn alla úrslitakeppnina líkt og í fyrra. Lið Phoenix hefur ekki náð að brjótast í gegn um Vesturdeildina og komast í úrslit síðustu ár, en það má að hluta til skrifa á meiðsli í herbúðum liðsins. Nú stefnir í að liðið verði fullmannað í úrslitakeppninni og ljóst að liðið verður illviðráðanlegt. Leikurinn í kvöld er því sannarlega frábær upphitun fyrir úrslitakeppnina og þar að auki sýndur beint á Sýn á besta tíma. Til gamans má geta að þetta er ekki eini stórleikurinn í NBA í kvöld, því auk þess mætast Houston og Utah í Vesturdeildinni þar sem liðin berjast um heimavallarréttinn og sæti 4-5. Þá verður líka áhugavert að fylgjast með leik Detroit og Miami í Austurdeildinni, en flestir reikna með því að annað þessara liða fari í úrslitin í vor. Leikur Sacramento og LA Lakers verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni á Fjölvarpinu klukkan 1:30 í nótt.
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira