HK og Fram gerðu jafntefli, 25-25, í DHL-deild karla í handbolta í dag. Úrslitin þýða að HK er enn á eftir á Valsmönnum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en bæði lið hafa hlotið 25 stig. Valur á hins vegar leik til góða gegn nýkrýndum bikarmeisturum Stjörnunnar kl. 18 í dag. Í hinum leik dagsins vann ÍR lið Fylkis, 30-29.
Fylkir er með 10 stig í næst neðsta sæti deildarinnar eftir tapið, en ÍR-ingar eru nú komnir með átta stig og eiga enn möguleika á að bjarga sér frá falli. Haukar eru í 6. sæti með 14 stig.
Einn leikur fór fram í DHL-deild kvenna í dag, Eyjastúlkur báru siguroð af Akureyri á heimavelli sínum, 23-20.