Miami missti niður 19 stiga forystu 25. mars 2007 12:01 Shaq og félagar í Miami eru ekki upp á sitt besta í augnablikinu. Philadelphia sýndi mikinn karakter í leik liðsins gegn Miami í nótt með því að vinna upp 19 stiga forskot meistaranna í síðari hálfleik og uppskera að lokum öruggan sigur, 93-85. Þetta var 10 sigur Philadelphia í síðustu 14 leikjum, en jafnframt þriðja tap Miami í síðustu fjórum leikjum. "Við erum með gott sjálfstraust þessa dagana og verðum að leyfa okkur að hrósa sjálfum okkur. Við spiluðum frábærlega í vörninni og fengum hraðaupphlaupin sem skiluðu okkur sigri," sagði Andre Iguodala, leikmaður Philadelphia, en hann skoraði 14 af alls 19 stigum sínum í leiknum í síðari hálfleik. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 30-13, Miami í vil, og í hálfleik munaði 15 stigum á liðunum. "Þetta á ekki að geta gerst. Í síðari hálfleik vorum við skelfilegir," sagði Pat Riley, þjálfari Miami. Philadelphia á nú eftir að spila tólf leiki á tímabilinu og eru fjórum leikjum frá því að komast í úrslitakeppnina. Með sama áframhaldi gæti liðið komist í úrslitakeppnina, en það er þó einnig háð því að helstu keppinautar liðsins í Austurdeildinni gefi eftir á lokasprettinum. Jason Williams var stigahæstur Miami með 21 stig en Shaquille O'Neal var með 18 stig. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá deildarinnar í nótt. Vince Carter skoraði 40 stig og var maðurinn á bakvið 113-107 sigur New Jersey á Charlotte. Leikurinn var framlengdur, en það var einmitt Carter sem tryggði liði sínu framlengingu með því að troða knettinum í körfuna í þann mund sem lokaflautið gjall. Carlos Boozer skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst þegar Utah vann Memphis, 118-108. Þá sigraði LA Clippers lið Washington, 111-105. Gilbert Arenas skoraði 30 stig fyrir Washington en Corey Magette var með 29 stig fyrir Clippers. NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira
Philadelphia sýndi mikinn karakter í leik liðsins gegn Miami í nótt með því að vinna upp 19 stiga forskot meistaranna í síðari hálfleik og uppskera að lokum öruggan sigur, 93-85. Þetta var 10 sigur Philadelphia í síðustu 14 leikjum, en jafnframt þriðja tap Miami í síðustu fjórum leikjum. "Við erum með gott sjálfstraust þessa dagana og verðum að leyfa okkur að hrósa sjálfum okkur. Við spiluðum frábærlega í vörninni og fengum hraðaupphlaupin sem skiluðu okkur sigri," sagði Andre Iguodala, leikmaður Philadelphia, en hann skoraði 14 af alls 19 stigum sínum í leiknum í síðari hálfleik. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 30-13, Miami í vil, og í hálfleik munaði 15 stigum á liðunum. "Þetta á ekki að geta gerst. Í síðari hálfleik vorum við skelfilegir," sagði Pat Riley, þjálfari Miami. Philadelphia á nú eftir að spila tólf leiki á tímabilinu og eru fjórum leikjum frá því að komast í úrslitakeppnina. Með sama áframhaldi gæti liðið komist í úrslitakeppnina, en það er þó einnig háð því að helstu keppinautar liðsins í Austurdeildinni gefi eftir á lokasprettinum. Jason Williams var stigahæstur Miami með 21 stig en Shaquille O'Neal var með 18 stig. Þrír aðrir leikir voru á dagskrá deildarinnar í nótt. Vince Carter skoraði 40 stig og var maðurinn á bakvið 113-107 sigur New Jersey á Charlotte. Leikurinn var framlengdur, en það var einmitt Carter sem tryggði liði sínu framlengingu með því að troða knettinum í körfuna í þann mund sem lokaflautið gjall. Carlos Boozer skoraði 28 stig og hirti 15 fráköst þegar Utah vann Memphis, 118-108. Þá sigraði LA Clippers lið Washington, 111-105. Gilbert Arenas skoraði 30 stig fyrir Washington en Corey Magette var með 29 stig fyrir Clippers.
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu Sjá meira