Kobe með yfir 50 stig fjórða leikinn í röð 24. mars 2007 11:06 Kobe Bryant er kóngurinn í LA um þessar mundir. MYND/Getty Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig. NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig.
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira