Þrettán sigrar í röð hjá San Antonio 14. mars 2007 03:45 Tony Parker skoraði 25 stig í 13. sigri San Antonio í röð NordicPhotos/GettyImages San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina. NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
San Antonio hefur tekið við af grönnum sínum í Dallas sem heitasta liðið í NBA deildinni, en í nótt vann liðið þrettánda leikinn í röð þegar það skellti LA Clippers 93-84 á heimavelli sínum. Þá vann Miami þrettánda heimaleik sinn í röð þegar það skellti Utah eftir að hafa verið 17 stigum undir í síðari hálfleik. Tony Parker skoraði 25 stig fyrir San Antonio í sigrinum á Clippers, en Corey Maggette skoraði 17 stig fyrir gestina. Clippers var án leikstjórnandans Sam Cassell í leiknum og tapaði sínum fjórða í röð. Annar leikstjórnandi liðsins, Shaun Livingston, fór í aðgerð á hné í Alabama í gær eftir að hafa slitið allt sem hægt er að slíta í hnénu á sér á dögunum. Hann verður frá keppni í að minnsta kosti eitt ár. Miami lagði Utah 88-86 eftir að hafa verið mest 17 stigum undir í síðari hálfleik. Hvorugt liðið átti sérstaklega góðan dag, en gestirnir frá Utah léku skelfilega í lokaleikhlutanum og köstuðu frá sér sigrinum. Þetta var 13. heimasigur Miami og 6. sigur liðsins í röð. Utah hafði unnið 6 leiki í röð og 14. af 16. fyrir leikinn í nótt. Carlos Boozer skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Utah, en Jason Williams skoraði 15 stig fyrir Miami. Cleveland burstaði Sacramento 124-100 án LeBron James sem er meiddur í baki. Larry Hughes og Sasha Pavlovic skoruðu 25 stig fyrir Cleveland en Ron Artest setti 19 fyrir Sacramento. Atlanta batt enda á sjö leikja sigurgöngu Atlanta með 104-92 sigri á heimavelli. Josh Smith skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta en Andre Iguodala skoraði 18 fyrir Philadelphia. New Jersey lagði New Orleans á útivelli 112-108. Chris Paul skoraði 25 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir New Orleans en Richard Jefferson skoraði 26 stig fyrir New Jersey - sem jafnaði granna sína í New York í töflunni og er með 30 sigra og 35 töp. Minnesota vann góðan sigur á Indiana á heimavelli 86-81 eftir að hafa lent 14 stigum undir í þriðja leikhluta. Þá var það Kevin Garnett sem tók til sinna ráða og skoraði 13 af 23 stigum liðs síns og var lykilmaðurinn í 14-0 rispu heimamanna sem kom þeim aftur inn í leikinn. Þetta var 10. tap Indiana í röð og er þetta versta taphrina liðsins síðan það tapaði 12 í röð árið 1989. Garnett skoraði 30 stig og hirti 9 fráköst fyrir Minnesota, en Jamal Tinsley skoraði 37 stig fyrir Indiana sem var persónulegt met hjá honum. Chicago lagði Boston 95-87 á heimavelli þar sem liðið fékk góða hjálp úr óvæntri átt í sóknarleiknum. Nýliðinn Tyrus Thomas skoraði 23 stig og hirti 9 fráköst og varnarjaxlinn Ben Wallace skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst. Wallace tók 21 skot í leiknum sem er það mesta sem hann hefur tekið á ferlinum og var rétt við það að slá persónulegt met sitt í einum leik sem er 22 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Denver lagði Portland 107-99. Allen Iverson skoraði 31 stig, gaf 10 stoðsendingar og stal 5 boltum fyrir Denver og Carmelo Anthony skoraði 29 stig. Zach Randolph skoraði 26 stig og hirti 8 fráköst fyrir Portland og LeMarcus Aldridge skoraði 24 stig og hirti 17 fráköst. Þá vann Detroit nauman sigur á Seattle á útivelli 101-97 í leik sem sýndur var beint á NBA TV. Ray Allen skoraði megnið af 27 stigum sínum á æsilegum lokaspretti þar sem heimamenn voru nálægt því að jafna leikinn, en gestirnir frá Detroit héldu haus í lokin. Chris Webber skoraði 24 stig fyrir Detroit sem vann þriðja leikinn í röð á keppnisferðalagi sínu um vesturströndina.
NBA Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Tom Brady steyptur í brons Sport Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fleiri fréttir Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti