Golden State batt enda á sigurgöngu Dallas 13. mars 2007 13:28 Josh Howard og félagar í Dallas þurftu að sætta sig við sjaldgæft tap í nótt NordicPhotos/GettyImages Sautján leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið steinlá á útivelli fyrir Golden State Warriors 117-100. Sigurganga Dallas var sú sjöunda besta í sögu deildarinnar og var tapið aðeins það þriðja hjá liðinu á síðustu þremur mánuðum. Á meðan hvorki gekk né rak hjá liði Dallas í leiknum í gær fóru leikmenn Golden State á kostum og skoruðu fimm leikmenn liðsins 16 stig eða meira. Mickael Pietrus skoraði 20 stig fyrir Golden State, en Jason Terry og Devin Harris skoruðu 16 hvor fyrir Dallas. Phoenix vann góðan heimasigur á Houston 103-82 þar sem "Brasilíska Þokan" Leandro Barbosa jafnaði persónulegt met sitt með 32 stigum fyrir Phoenix. Tracy McGrady skoraði 19 stig fyrir Houston en hitti aðeins úr 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Þetta var 200. sigur Mike D´Antoni þjálfara Phoenix með liðið - en hann hélt upp á áfangann með því að láta henda sér út úr húsi með tvær tæknivillur í síðari hálfleiknum. New Jersey batt enda á fimm leikja taphrinu með þvi að leggja slakt lið Memphis á útivelli 113-102. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis. Charlotte lagði Orlando 119-108. Derek Anderson skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Charlotte en Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando. Charlotte tryggði sér sigur í leiknum með tæplega 64% nýtingu úr þriggja stiga skotum sínum. Toronto lagði Milwaukee á útivelli 108-93. Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Toronto og T.J. Ford skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar gegn sínum gömlu félögum í Milwaukee, en Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee. Leikur Seattle og Detroit verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni á Fjölvarpinu í kvöld og hefst hann klukkan tvö eftir miðnætti. Sjónvarpsstöðin Sýn verður svo með leik Milwaukee og San Antonio á dagskrá á föstudagskvöldið - en sá leikur verður spilaður kvöldið áður. NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Sautján leikja sigurgöngu Dallas Mavericks í NBA deildinni lauk í nótt þegar liðið steinlá á útivelli fyrir Golden State Warriors 117-100. Sigurganga Dallas var sú sjöunda besta í sögu deildarinnar og var tapið aðeins það þriðja hjá liðinu á síðustu þremur mánuðum. Á meðan hvorki gekk né rak hjá liði Dallas í leiknum í gær fóru leikmenn Golden State á kostum og skoruðu fimm leikmenn liðsins 16 stig eða meira. Mickael Pietrus skoraði 20 stig fyrir Golden State, en Jason Terry og Devin Harris skoruðu 16 hvor fyrir Dallas. Phoenix vann góðan heimasigur á Houston 103-82 þar sem "Brasilíska Þokan" Leandro Barbosa jafnaði persónulegt met sitt með 32 stigum fyrir Phoenix. Tracy McGrady skoraði 19 stig fyrir Houston en hitti aðeins úr 8 af 28 skotum sínum í leiknum. Þetta var 200. sigur Mike D´Antoni þjálfara Phoenix með liðið - en hann hélt upp á áfangann með því að láta henda sér út úr húsi með tvær tæknivillur í síðari hálfleiknum. New Jersey batt enda á fimm leikja taphrinu með þvi að leggja slakt lið Memphis á útivelli 113-102. Vince Carter skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey, en Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis. Charlotte lagði Orlando 119-108. Derek Anderson skoraði 24 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Charlotte en Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando. Charlotte tryggði sér sigur í leiknum með tæplega 64% nýtingu úr þriggja stiga skotum sínum. Toronto lagði Milwaukee á útivelli 108-93. Chris Bosh skoraði 25 stig og hirti 10 fráköst fyrir Toronto og T.J. Ford skoraði 19 stig og gaf 9 stoðsendingar gegn sínum gömlu félögum í Milwaukee, en Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee. Leikur Seattle og Detroit verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni á Fjölvarpinu í kvöld og hefst hann klukkan tvö eftir miðnætti. Sjónvarpsstöðin Sýn verður svo með leik Milwaukee og San Antonio á dagskrá á föstudagskvöldið - en sá leikur verður spilaður kvöldið áður.
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira