Heildarútlán Íbúðalánasjóðs námu 4,4 milljörðum króna í febrúar. Þar af voru 960 milljónir króna vegna leiguíbúðalána en almenn útlán sjóðsins námu 3,5 milljörðum króna. Meðallán almennra útlána námu 9,2 milljónum króna, að því er segir í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Íbúðalánasjóður segir brunabótamat fasteigna á höfuðborgarsvæðinu og víðar enn langt undir markaðsvirði.
Í mánaðarskýrslunni kemur fram að 28. febrúar síðastliðinn hafi Félagsmálaráðuneytið gefið út reglugerð um breytingu á lánshlutfalli og fjárhæð ÍLS-veðbréfa sem tók gildi 1. mars. Breytingin felur í sér að lánshlutfall almennra lána Íbúðalánasjóðs hækkar úr 80% í 90% og hámarksfjárhæð almennra lána hækkar úr 17 milljónum króna í 18 milljónir. Lánshlutfallið og hámarksfjárhæðin eru því færð í sama horf og þau voru áður en ríkisstjórnin greip til aðgerða í efnahagsmálum í lok júnímánaðar 2006. Reglugerð þessi tók gildi 1. mars s.l.
Þá segir að þar sem viðmið við brunabótamat er enn í gildi hefur þessi breyting afar lítil efnahagsleg áhrif þar sem brunabótamat er enn langt undir markaðsvirði á höfuðborgarsvæðinu og víðar. Megi gera ráð fyrir að þetta geti komið þeim sem kaupa sína fyrstu íbúð til góða.
Heildarútlán Íbúðalánasjóðs 4,4 milljarðar króna

Mest lesið

Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási
Viðskipti innlent

Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind
Viðskipti innlent

Eldrauður dagur í Kauphöllinni
Viðskipti innlent

Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð
Neytendur

Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump
Viðskipti erlent


64 sagt upp í þremur hópuppsögnum
Viðskipti innlent


Rukkað því fólk hékk í rennunni
Neytendur
