Körfubolti

Til hamingju ÍR

Mynd/Heiða

Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR, tileinkaði félaginu bikartitilinn í dag á 100 ára afmæli ÍR. Jón Arnar Ingvarsson þjálfari sagði betra liðið hafa unnið í dag.

Við spiluðum góða vörn og héldum okkur við efnið þó við værum í erfiðleikum með George Byrd á köflum. Við erum með fína leikmenn og góða breidd og leikmennirnir sýndu úr hverju þeir voru gerðir í dag. Við vorum annars klaufar að hleypa svona mikilli spennu í þetta og hafa þetta svona tæpt í lokin. Ég var orðinn mjög stressaður," sagði Jón Arnar Ingvarsson, þjálfari ÍR í samtali við Rúv.

"Leikurinn spilaðist eins og við lögðum upp, en þeir settu skotin sín niður en ekki við og ég óska þeim til hamingju með sigurinn," sagði Pétur bróðir hans og þjálfari Hamars.

"Þetta er hrikalega ljúft og gaman að þetta skyldi vera jafn leikur. Við erum með meiri breidd og betra lið - það sýndi sig í dag. Þeir komu ákveðnir til leiks og komust yfir í þriðja og fjórða leikhluta og ég vil nota þetta tækifæri til að óska ÍR til hamingju með titilinn á 100 ára afmælinu," sagði Eiríkur Önundarson, fyrirliði ÍR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×