Atorka Group birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ár á morgun. Greiningardeild Landsbankans segir síðasta fjórðung félagsins hafa verið viðburðaríkan en Promens, dótturfélag Atorku, lauk kaupum á norska plastvöruframleiðandanum Polimoon á tímabilinu.
Greiningardeildin segir samanlagða veltu félaganna nema um 720 milljónum evra, um 64 milljörðum króna, og spáir því að hagnaður eftir skatta á fjórða ársfjórðungi muni nema um 539 milljónum króna.