Lifi Álafoss! er yfirskrift tónleika sem haldnir verða til styrktar Varmársamtökunum, íbúasamtökum í Mosfellsbæ sem vilja standa vörð um framtíð Varmársvæðisins. Tónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 18. febrúar í BaseCamp verinu.
Fram koma hljómsveitirnar Sigur-Rós, Bogomil Font og Flís, Pétur Ben, Amina og Benni Hemm Hemm.
Húsið opnar klukkan 20:00 Takmarkaður miðafjöldi.
Miðasala fer fram á miði.is