15 töp í röð hjá Boston 7. febrúar 2007 13:33 NordicPhotos/GettyImages Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. Detroit vann auðveldan sigur á Boston í nótt 109-102 þar sem lokaúrslitin gefa ekki rétta mynd af því hve ójafn leikurinn var. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Detroit en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston sem vann síðast leik 5. janúar. New York vann góðan sigur á LA Clippers 102-90 þar sem Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers líkt og Tim Thomas en þeir Eddy Curry og Jamal Crawford skoruðu 23 stig hvor fyrir New York. Milwaukee lagði Orlando 116-111 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Ruben Patterson skoraði 27 stig fyrir Milwaukee, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð. Houston vann fjórða og síðasta leik sinn við Memphis í vetur 98-90 í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Tracy McGrady skoraði 33 stig fyrir Houston en Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. Memphis vann Houston 4-0 á síðustu leiktíð en í ár snerist dæmið við og var framherjinn Shane Battier alltaf í sigurliðinu í þessum 8 leikjum. Hann var hjá Memphis í fyrra en gekk í raðir Houston í sumar. Lokaleikur næturinn var svo viðureign Portland og Phoenix, þar sem Phoenix var án Steve Nash sem er meiddur á öxl. Phoenix hafði loks sigur í framlengingu 109-102. Leandro Barbosa tók við stöðu Steve Nash og skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum, en Amare Stoudemire var öflugastur í liði Phoenix með 36 stig og 9 fráköst. Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland og Brandon Roy skoraði 27 stig. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Boston tapaði í nótt 15. leiknum í röð í NBA deildinni og ekkert lát virðist vera á hrakförum liðsins, þar sem aðalstjarnan Paul Pierce er enn langt frá því að snúa aftur úr erfiðum meiðslum. Boston steinlá fyrir Detroit í nótt og nú hefur liðið tapað 23 af 25 leikjum meðan Pierce er meiddur. Detroit vann auðveldan sigur á Boston í nótt 109-102 þar sem lokaúrslitin gefa ekki rétta mynd af því hve ójafn leikurinn var. Chauncey Billups skoraði 24 stig fyrir Detroit en Ryan Gomes skoraði 19 stig fyrir Boston sem vann síðast leik 5. janúar. New York vann góðan sigur á LA Clippers 102-90 þar sem Elton Brand skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst fyrir Clippers líkt og Tim Thomas en þeir Eddy Curry og Jamal Crawford skoruðu 23 stig hvor fyrir New York. Milwaukee lagði Orlando 116-111 þar sem Dwight Howard skoraði 21 stig og hirti 11 fráköst fyrir Orlando en Ruben Patterson skoraði 27 stig fyrir Milwaukee, sem hafði tapað fjórum leikjum í röð. Houston vann fjórða og síðasta leik sinn við Memphis í vetur 98-90 í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Tracy McGrady skoraði 33 stig fyrir Houston en Pau Gasol skoraði 30 stig og hirti 13 fráköst fyrir Memphis. Memphis vann Houston 4-0 á síðustu leiktíð en í ár snerist dæmið við og var framherjinn Shane Battier alltaf í sigurliðinu í þessum 8 leikjum. Hann var hjá Memphis í fyrra en gekk í raðir Houston í sumar. Lokaleikur næturinn var svo viðureign Portland og Phoenix, þar sem Phoenix var án Steve Nash sem er meiddur á öxl. Phoenix hafði loks sigur í framlengingu 109-102. Leandro Barbosa tók við stöðu Steve Nash og skoraði 25 stig, gaf 7 stoðsendingar, hirti 6 fráköst og stal 4 boltum, en Amare Stoudemire var öflugastur í liði Phoenix með 36 stig og 9 fráköst. Zach Randolph skoraði 33 stig og hirti 10 fráköst fyrir Portland og Brandon Roy skoraði 27 stig.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti