Langþráður sigur hjá Phoenix - Wade fór hamförum 2. febrúar 2007 06:01 Amare Stoudemire var frábær í liði Phoenix í nótt AFP Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV. Dwyane Wade skráði nafn sitt enn frekar í metabækur Miami Heat þegar hann skoraði 24 af 41 stigi sínu í fjórða leikhluta í ótrúlegum 92-89 sigri á Cleveland. Miami var 12 stigum undir þegar innan við 8 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók Wade öll völd á vellinum. Hann setti annað félagsmet með því að hitta úr 23 af 24 vítum sínum. Þá setti hann reyndar annað vafasamara met með því að tapa 12 boltum - en félögum hans er líklega sama eftir hetjuskap hans á lokamínútunum. LeBron James hafði öllu hægar um sig hjá Cleveland og skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar. Hann fór illa að ráði sínu á vítalínunni og klikkaði þar hvað eftir annað á lokamínútunum. Daniel Gibson var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og þá skoraði Shaquille O´Neal 16 stig fyrir Miami. Phoenix Suns hafði í gærkvöld tapað öllum 6 leikjum sínum gegn toppliðunum í Vesturdeildinni (Dallas, San Antonio, Utah og Lakers) en leiðrétti þá leiðindaþróun með sannfærandi sigri á San Antonio á heimavelli sínum í nótt 103-87. Leikurinn var fjörugur eins og flestir leikir Phoenix, en gestirnir frá San Antonio ætluðu að selja sig dýrt eftir tap í Utah kvöldið áður. Amare Stoudemire reyndist þó of stór biti fyrir San Antonio til að kyngja í þetta skiptið og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst. Leandro Barbosa skoraði 25 stig af bekknum hjá Phoenix og Steve Nash var með 13 stig og 11 stoðsendingar. Manu Ginobili var frábær í liði San Antonio og skoraði 32 stig, Tony Parker skoraði 20 stig og Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst. Þá er rétt að minna NBA aðdáendur á að leikur Indiana Pacers og LA Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á miðnætti í kvöld. NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Dwyane Wade tryggði Miami góðan sigur á Cleveland og Phoenix vann fyrsta leik sinn í vetur gegn toppliðunum í Vesturdeildinni þegar liðið skellti San Antonio í frábærum leik í beinni á NBA TV. Dwyane Wade skráði nafn sitt enn frekar í metabækur Miami Heat þegar hann skoraði 24 af 41 stigi sínu í fjórða leikhluta í ótrúlegum 92-89 sigri á Cleveland. Miami var 12 stigum undir þegar innan við 8 mínútur voru eftir af leiknum, en þá tók Wade öll völd á vellinum. Hann setti annað félagsmet með því að hitta úr 23 af 24 vítum sínum. Þá setti hann reyndar annað vafasamara met með því að tapa 12 boltum - en félögum hans er líklega sama eftir hetjuskap hans á lokamínútunum. LeBron James hafði öllu hægar um sig hjá Cleveland og skoraði 17 stig og gaf 9 stoðsendingar. Hann fór illa að ráði sínu á vítalínunni og klikkaði þar hvað eftir annað á lokamínútunum. Daniel Gibson var stigahæstur hjá Cleveland með 19 stig og þá skoraði Shaquille O´Neal 16 stig fyrir Miami. Phoenix Suns hafði í gærkvöld tapað öllum 6 leikjum sínum gegn toppliðunum í Vesturdeildinni (Dallas, San Antonio, Utah og Lakers) en leiðrétti þá leiðindaþróun með sannfærandi sigri á San Antonio á heimavelli sínum í nótt 103-87. Leikurinn var fjörugur eins og flestir leikir Phoenix, en gestirnir frá San Antonio ætluðu að selja sig dýrt eftir tap í Utah kvöldið áður. Amare Stoudemire reyndist þó of stór biti fyrir San Antonio til að kyngja í þetta skiptið og skoraði 24 stig og hirti 23 fráköst. Leandro Barbosa skoraði 25 stig af bekknum hjá Phoenix og Steve Nash var með 13 stig og 11 stoðsendingar. Manu Ginobili var frábær í liði San Antonio og skoraði 32 stig, Tony Parker skoraði 20 stig og Tim Duncan skoraði 20 stig og hirti 18 fráköst. Þá er rétt að minna NBA aðdáendur á að leikur Indiana Pacers og LA Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn á miðnætti í kvöld.
NBA Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira