Stýrivaxtahækkanir á enda? 29. janúar 2007 11:35 Seðlabanki Íslands mun á fimmtudag í næstu viku ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi bankans. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir yfirgnæfandi líkur á því að bankinn ákveði að halda vöxtunum óbreyttum. Deildin bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um fjórðung úr prósenti á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans 21. desember í fyrra. Hafi hann á sama tíma sagt að ekki yrði slakað á aðhaldinu fyrr en verðbólguhorfur til langs tíma samrýmdust verbólgumarkmiði bankans. Bankinn gaf ekki skyn hvort vænta mætti frekari vaxtahækkana ólíkt því sem hann sagði fyrir fyrri vaxtahækkanir. Sé það mat greiningardeildar Glitnis að það væri eitt af því sem benti til að vaxtahækkunarferill bankans væri á enda kominn. Greiningardeildin segir verðbólgu hafa hjaðnað og gengi krónunnar hækkað. Aðhaldsstig peningastefnunnar hafi aukist á tímabilinu þar sem raunstýrivextir hafi hækkað en að staðan á vinnumarkaði sé nánast óbreytt . Margt bendi sömuleiðis til að eftirspurn í hagkerfinu standi í stað eða dragist aðeins saman. „Allt þetta ætti að hvetja bankann til að staldra við með vexti sína í 14,25 prósentum," segir greiningardeildin og bætir við að hann spái því að bankinn haldi stýrivöxtunum óbreyttum fram í maí og hefði þá að lækka vextina nokkuð hratt. Verði þeir komnir í 11,5 prósent í lok ársins, að sögn greiningardeildar Glitnis. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira
Seðlabanki Íslands mun á fimmtudag í næstu viku ákveða hvort breytingar verði gerðar á stýrivaxtastigi bankans. Stýrivextir standa nú í 14,25 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir yfirgnæfandi líkur á því að bankinn ákveði að halda vöxtunum óbreyttum. Deildin bendir á það í Morgunkorni sínu í dag að Seðlabankinn hafi hækkað vexti um fjórðung úr prósenti á síðasta vaxtaákvörðunarfundi bankans 21. desember í fyrra. Hafi hann á sama tíma sagt að ekki yrði slakað á aðhaldinu fyrr en verðbólguhorfur til langs tíma samrýmdust verbólgumarkmiði bankans. Bankinn gaf ekki skyn hvort vænta mætti frekari vaxtahækkana ólíkt því sem hann sagði fyrir fyrri vaxtahækkanir. Sé það mat greiningardeildar Glitnis að það væri eitt af því sem benti til að vaxtahækkunarferill bankans væri á enda kominn. Greiningardeildin segir verðbólgu hafa hjaðnað og gengi krónunnar hækkað. Aðhaldsstig peningastefnunnar hafi aukist á tímabilinu þar sem raunstýrivextir hafi hækkað en að staðan á vinnumarkaði sé nánast óbreytt . Margt bendi sömuleiðis til að eftirspurn í hagkerfinu standi í stað eða dragist aðeins saman. „Allt þetta ætti að hvetja bankann til að staldra við með vexti sína í 14,25 prósentum," segir greiningardeildin og bætir við að hann spái því að bankinn haldi stýrivöxtunum óbreyttum fram í maí og hefði þá að lækka vextina nokkuð hratt. Verði þeir komnir í 11,5 prósent í lok ársins, að sögn greiningardeildar Glitnis.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Viðskipti innlent Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Neytendur Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Sjá meira