Ísland lendir aldrei neðar en í 3. sæti milliriðilsins 27. janúar 2007 21:13 Snorri Steinn Guðjónsson, Ólafur Stefánsson og Róbert Gunnarsson geta huggað sig við það að sama hvernig fer gegn Þjóðverjum á morgun, þá munu þeir líklegast sleppa við að mæta Króötum í 8-liða úrslitum HM. MYND/Pjetur Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. Mikilvægi sigursins á Frökkum í riðlakeppninni er í raun sífellt að aukast því með honum er ljóst að Íslendingar verða ávallt ofar en Frakkar í milliriðli 1, fari svo að liðin verði jöfn að stigum eftir leiki morgundagsins. Fari svo að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum á morgun verður raunin sú, því fastlega er búist við því að Frakkar vinni auðveldan sigur á Túnisum. Þá yrðu bæði lið með sex stig en Íslendingar yrðu í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Sú niðurstaða yrði enn þýðingarmeiri í ljósi þess að liðið í fjórða sæti milliriðils 1 mætir að öllum líkindum firnasterku liði Króata í 8-liða úrslitum. Króatar mæta Spánverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í milliriðli 2 á morgun og eru Króatar taldir nokkuð sigurstranglegri miðað við spilamennsku liðanna það sem af er. Að sama skapi er ljóst að ef Ísland tapar fyrir Þýskalandi mætir liðið annaðhvort Króatíu eða Spáni í 8-liða úrslitum. Eins og þessi upptalning ber með sér eru ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í leikjunum í dag og er hægt er að velta tölfræðinni fyrir sér á fleiri vegu. Pólverjar mæta Slóvenum á morgun og eru mun sigurstranglegri, ekki síst í ljósi þess að Slóvenar eiga enga möguleika á að fara áfram í 8-liða úrslit. Þar sem Pólland vann Ísland verður liðið ávallt fyrir ofan Íslendinga í stigatöflunni, nema að svo ólíklega vildi til að Slóvenar sigruðu Pólverja og Íslendingar sigruðu Þjóðverja. Þá yrðu Íslendingar í efsta sæti milliriðils 1 og mættu að öllum líkindum Ungverjum eða Dönum í 8-liða úrslitum. Til að flækja dæmið enn frekar er hægt að setja dæmið upp á þann hátt að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum , Pólverjar töpuðu fyrir Slóvenum en Frakkar sigruðu Túnis. Þá yrði Þýskaland í efsta sæti milliriðilsins með 8 stig en Ísland, Frakkland og Pólland enduðu öll með sex stig. Þá myndi íslenska liðið hins vegar hirða annað sætið, þar sem innbyrðis markatala liðsins í viðureignunum gegn Frökkum og Pólverjum er hagstæðust. Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Nú þegar aðeins ein umferð er eftir af keppni í milliriðlum HM í handbolta liggur nokkuð ljóst fyrir hvaða lið fara í 8-liða úrslit. Lokastaða riðlanna ræðst hins vegar alfarið af leikjum morgundagsins. Þó er ljóst að Ísland verður ávallt fyrir ofan Frakkland, sama hvernig leikir morgundagsins fara, og þar með getur liðið ekki endað neðar en í 3. sæti milliriðilsins. Mikilvægi sigursins á Frökkum í riðlakeppninni er í raun sífellt að aukast því með honum er ljóst að Íslendingar verða ávallt ofar en Frakkar í milliriðli 1, fari svo að liðin verði jöfn að stigum eftir leiki morgundagsins. Fari svo að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum á morgun verður raunin sú, því fastlega er búist við því að Frakkar vinni auðveldan sigur á Túnisum. Þá yrðu bæði lið með sex stig en Íslendingar yrðu í þriðja sæti og Frakkar í því fjórða. Sú niðurstaða yrði enn þýðingarmeiri í ljósi þess að liðið í fjórða sæti milliriðils 1 mætir að öllum líkindum firnasterku liði Króata í 8-liða úrslitum. Króatar mæta Spánverjum í hreinum úrslitaleik um efsta sætið í milliriðli 2 á morgun og eru Króatar taldir nokkuð sigurstranglegri miðað við spilamennsku liðanna það sem af er. Að sama skapi er ljóst að ef Ísland tapar fyrir Þýskalandi mætir liðið annaðhvort Króatíu eða Spáni í 8-liða úrslitum. Eins og þessi upptalning ber með sér eru ýmsir möguleikar eru fyrir hendi í leikjunum í dag og er hægt er að velta tölfræðinni fyrir sér á fleiri vegu. Pólverjar mæta Slóvenum á morgun og eru mun sigurstranglegri, ekki síst í ljósi þess að Slóvenar eiga enga möguleika á að fara áfram í 8-liða úrslit. Þar sem Pólland vann Ísland verður liðið ávallt fyrir ofan Íslendinga í stigatöflunni, nema að svo ólíklega vildi til að Slóvenar sigruðu Pólverja og Íslendingar sigruðu Þjóðverja. Þá yrðu Íslendingar í efsta sæti milliriðils 1 og mættu að öllum líkindum Ungverjum eða Dönum í 8-liða úrslitum. Til að flækja dæmið enn frekar er hægt að setja dæmið upp á þann hátt að Íslendingar tapi fyrir Þjóðverjum , Pólverjar töpuðu fyrir Slóvenum en Frakkar sigruðu Túnis. Þá yrði Þýskaland í efsta sæti milliriðilsins með 8 stig en Ísland, Frakkland og Pólland enduðu öll með sex stig. Þá myndi íslenska liðið hins vegar hirða annað sætið, þar sem innbyrðis markatala liðsins í viðureignunum gegn Frökkum og Pólverjum er hagstæðust.
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni