Engin met féllu á fyrri keppnisdegi Meistaramóts Íslands í frjálsum íþróttum 15-22 ára sem haldið er í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins náðist engu að síður ágætis árangur í dag.
Helga Margrét Þorsteinsdóttir úr USVH var sigurvegari dagsins en hún sigraði í alls þremur greinum, 60 metra hlaupi, langstökku og kúluvarpi.
Í stigakeppni félaga er mikil spenna, en aðeins 1,5 eru á milli FH og ÍR eftir fyrri daginn. FH leiðir með 113,5 stig, ÍR er með 112 stig en í þriðja sæti er Breiðablik með 96,5 stig.