Gjaldskrá Eimskips fyrir flutninga innanlands hækkar um 4,5 prósent frá 1. febrúar næstkomandi. Landssamband kúabænda bendir á að afgreiðslugjald muni að sama skapi hækka úr 129 krónum í 160 krónur en það jafngildir 24 prósenta hækkun. Það er íþyngjandi þar sem gjaldið er hátt í hlutfalli af heildar flutningskostnaði smávöru, að sögn Landssambands kúabænda.
Til samanburðar bendir Landssambandið á það á vefsíðu sinni í dag að olíuálag hafi lækkað lítilega. Það hafi verið 3,74 prósent í september í fyrra en farið nú niður í 2,68 prósent sem sé í takt við lækkandi olíuverð.
Landssambandið segir á vefsíðu sinni í dag að til ekki þurfi að orðlengja um flutningskostnaðinn sjálfan, sem sé gríðarlega hár hér á landi.