Heitt í kolunum í Minneapolis 20. janúar 2007 13:23 Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 19 frákst áður en hann var rekinn í bað í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. "Ég kýldi ekki til baka, en mig langaði til þess," sagði McDyess þegar hann var spurður út í atvikið eftir leikinn. Kevin Garnett svaraði ekki spurningum fréttamanna. Forráðamenn deildarinnar eru farnir að taka mjög hart á svona uppákomun og mikið má vera ef Garnett sleppur við bann - því ef menn sveifla hnefunum í leik í dag, eru þeir yfirleitt settir í bann hvort sem höggin lenda eður ei. Þetta var líklega ekki heppilegasta upphitunin sem leikmenn Detroit hefðu getta fengið fyrir leik liðsins í kvöld, þar sem Ron Artest mætir í fyrsta sinn í The Palace í Detroit síðan í uppþotinu fræga árið 2004. Mark Blount var stigahæstur í liði Minnesota í nótt með 22 stig en Rip Hamilton skoraði 26 stig. Phoenix vann 12. leikinn í röð þegar liðið skellti baráttuglöðu liði Portland 106-101 á heimavelli. Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix en Zach Randolph skoraði 36 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland. Denver lagði Cleveland 110-99. Marcus Camby skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver en LeBron James náði þrennu hjá Cleveland með 30 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Miami tapaði í framlengingu fyrir slöku liði Philadelphia 98-95. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami en þrír leikmenn Philadelphia skoruðu 16 stig hver. Washington vann öruggan útisigur á Orlando 114-93 og stefnir óðfluga á toppsætið í austurdeildinni. Antawn Jamison skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst fyrir Washington og Gilbert Arenas bætti við 30 stigum. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando. Sacramento stöðvaði sex leikja taphrinu með 96-91 útisigri á Boston. Kevin Martin skoraði 27 stig fyrir Sacramento en Delonte West var með 25 stig fyrir Boston. Utah lagði Toronto 102-94. Mehmet Okur skoraði 27 stig fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst. Chris Bosh var með 29 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Charlotte burstaði Atlanta á útivelli 96-75 þar sem Emeka Okafor skoraði 22 stig fyrir gestina en Joe Johnson skoraði 19 stig fyrir Atlanta. New Jersey lagði granna sína í New York naumlega 101-100 þar sem gamli maðurinn Clifford Robinson tryggði sigurinn með því að blaka boltanum ofan í um leið og lokaflautið gall. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst hjá New Jersey, en Quentin Richardson skoraði 24 stig fyrir New York. San Antonio lagði New Orleans í beinni á NBA TV 99-86, en þeir David West og Bobby Jackson sneru til baka úr meiðslum í liði New Orleans. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio en David West skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan heimasigur á Milwaukee 99-72 þar sem Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Ruben Patterson skoraði 16 fyrir Milwaukee. NBA Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Tindastóll | Stólarnir geta komist á toppinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira
Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. "Ég kýldi ekki til baka, en mig langaði til þess," sagði McDyess þegar hann var spurður út í atvikið eftir leikinn. Kevin Garnett svaraði ekki spurningum fréttamanna. Forráðamenn deildarinnar eru farnir að taka mjög hart á svona uppákomun og mikið má vera ef Garnett sleppur við bann - því ef menn sveifla hnefunum í leik í dag, eru þeir yfirleitt settir í bann hvort sem höggin lenda eður ei. Þetta var líklega ekki heppilegasta upphitunin sem leikmenn Detroit hefðu getta fengið fyrir leik liðsins í kvöld, þar sem Ron Artest mætir í fyrsta sinn í The Palace í Detroit síðan í uppþotinu fræga árið 2004. Mark Blount var stigahæstur í liði Minnesota í nótt með 22 stig en Rip Hamilton skoraði 26 stig. Phoenix vann 12. leikinn í röð þegar liðið skellti baráttuglöðu liði Portland 106-101 á heimavelli. Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix en Zach Randolph skoraði 36 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland. Denver lagði Cleveland 110-99. Marcus Camby skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver en LeBron James náði þrennu hjá Cleveland með 30 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Miami tapaði í framlengingu fyrir slöku liði Philadelphia 98-95. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami en þrír leikmenn Philadelphia skoruðu 16 stig hver. Washington vann öruggan útisigur á Orlando 114-93 og stefnir óðfluga á toppsætið í austurdeildinni. Antawn Jamison skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst fyrir Washington og Gilbert Arenas bætti við 30 stigum. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando. Sacramento stöðvaði sex leikja taphrinu með 96-91 útisigri á Boston. Kevin Martin skoraði 27 stig fyrir Sacramento en Delonte West var með 25 stig fyrir Boston. Utah lagði Toronto 102-94. Mehmet Okur skoraði 27 stig fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst. Chris Bosh var með 29 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Charlotte burstaði Atlanta á útivelli 96-75 þar sem Emeka Okafor skoraði 22 stig fyrir gestina en Joe Johnson skoraði 19 stig fyrir Atlanta. New Jersey lagði granna sína í New York naumlega 101-100 þar sem gamli maðurinn Clifford Robinson tryggði sigurinn með því að blaka boltanum ofan í um leið og lokaflautið gall. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst hjá New Jersey, en Quentin Richardson skoraði 24 stig fyrir New York. San Antonio lagði New Orleans í beinni á NBA TV 99-86, en þeir David West og Bobby Jackson sneru til baka úr meiðslum í liði New Orleans. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio en David West skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan heimasigur á Milwaukee 99-72 þar sem Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Ruben Patterson skoraði 16 fyrir Milwaukee.
NBA Mest lesið Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Handbolti Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Handbolti HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Handbolti „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Handbolti Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Fótbolti Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Enski boltinn Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Tindastóll | Stólarnir geta komist á toppinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Sjá meira