Íbúðaverð lækkaði um 0,7 prósent á milli mánaða í desember í fyrra, samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríksins. Lækkunin á ársgrundvelli nemur 3,9 prósentum. Greiningardeild Glitnis segir gert hafa verið ráð fyrir að verð myndi lækka á fasteignamarkaði og virðist það vera að koma fram nú.
Greiningardeildin segir í Morgunkorni sínu í dag að sveiflur hafi verið nokkrar á bæði verði sérbýlis og fjölbýlis, þó nokkru meiri á sérbýli. Í desember lækkaði verð á fjölbýli um 1,8 prósent milli mánaða en verð á sérbýli hækkaði um 2,8 prósent er 5 prósenta lækkun mánuðina á undan.
Greiningardeildin segir ástæðurnar fyrir lækkuninni nú byggjast aðallega á auknu framboði á nýju húsnæði og hærri lántökukostnaði í formi hærri vaxta.
Deildin gerir ráð fyrir að atvinnuleysi muni aukast á árinu og muni það dragfa úr eftirspurn eftir íbúðahúsnæði. „Vert er þó að hafa í huga að velta á fasteignamarkaði hefur verið að taka við sér eftir að hafa hægt á sér síðasta sumar. Kaupmáttar aukning vegna skattalækkunar, almennrar launahækkunar og hjöðnun verðbólgunnar mun einnig að öllum líkindum stuðla að aukinni eftirspurn á húsnæðismarkaði á allra næstu mánuðum. Það munu því togast á ólík öfl á fasteignamarkaði næstu misseri," segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis.
Íbúðaverð lækkaði í desember

Mest lesið

Sólon lokað vegna gjaldþrots
Viðskipti innlent

„Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart
Viðskipti innlent

Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni
Viðskipti erlent


Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni
Viðskipti innlent

Ráðin hagfræðingur SVÞ
Viðskipti innlent

Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás
Viðskipti innlent

Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni
Viðskipti innlent

Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl
Viðskipti innlent
