Enginn leikmaður datt úr landsliðshóp Alfreðs Gíslasonar sem fer til Þýskalands og tekur þátt í Heimsmeistaramótinu í handbolta. Alfreð kaus að fara með 17 leikmenn á mótið en aðeins 16 þeirra mega taka þátt í undanriðlinum.
Áður höfðu Björgvin Páll Gústavsson og Sigfús Páll Sigfússon dottið úr upprunalegum æfingahópi Alfreðs og töldu flestir að annaðhvort Markús Máni Michaelsson eða Ragnar Óskarsson þyrfti að taka pokann sinn í dag. Alfreð kaus hins vegar að taka Markús Mána með sem 17. mann en hann má ekki spila með liðinu í undanriðlinum. Alfreð getur hins vegar tekið hann inn í hópinn í milliriðlunum, kjósi hann svo, en þá yrði það að vera á kostnað einhvers annars leikmanns.
Íslendingar hefja leik á HM á laugardag þegar liðið spilar gegn Ástralíu.
Landsliðshópur Íslands á HM er annars þannig skipaður:
Birkir Ívar Guðmundsson
Roland Valur Eradze
Hreiðar Guðmundsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Logi Geirsson
Arnór Atlason
Snorri Steinn Guðjónsson
Ragnar Óskarsson
Róbert Gunnarsson
Sigfús Sigurðssoon
Vignir Svavarsson
Ólafur Stefánsson
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Alexander Petersson
Einar Örn Jónsson
Sverre Jakobsson
Markús Máni Michaelsson