Verðbólgan mælist 6,9 prósent 12. janúar 2007 09:00 Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði.Bent er á á vef Hagstofunnar að vetrarútsölur séu í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 12,1 prósent milli mánaða (vísitöluáhrif -0,58%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 2,0 prósent (0,27%) og verð á nýjum bílum um 2,3 prósent (0,15%). Þá hækkuðu gjöld tengd húsnæði um 13,3 prósent (0,14%).Verðbólga mælist sem fyrr segir 6,9 prósent án húsnæðis um 6,0 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3 prósent sem jafngildir 1,1 prósenta verðbólgu á áriGreiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent.Greiningardeild Glitnis spáði því undir lok síðustu viku að vísitala neysluverðs héldist óbreytt á milli desember og janúar og gerði ráð fyrir því að verðbólga færi úr 7,0 prósentum niður í 6,6 prósent. Greiningardeildin sagði gjaldskrárhækkanir á opinberri þjónustu nokkra í mánuðinum en bætti því við að lækkanir á ýmsum sviðum taki heildarhækkunina niður. Þá gerði deildin ráð fyrir því að matvöruverð hækkaði í mánuðinum vegna hækkunar hjá birgjum og launahækkana í verslun. Deildin spáði því ennfremur að verðbólgan muni lækka hratt á árinu og verða 2,3 prósent á ársgrundvelli yfir árið í heild.Verðbólguspá Glitnis Í verðbólguspá greiningardeildar Kaupþing í byrjun árs var gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 prósent á milli mánaða í janúar og muni 12 mánaða verðbólga fara við það niður í 6,7 prósent. Í Verðbólguspá deildarinnar frá miðjum október í fyrra var bent á að draga muni úr eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum og muni það skila sér í minni verðbólguþrýstingi. Skatta- og tollalækkanir muni koma inn í vísitölumælingar í mars og apríl og muni verðbólga því lækka mjög skart í kjölfar þess, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Þá spáði deildin því að 12 mánaða verðbólgan yfir árið í heild verði um 3,5 prósent.Verðbólguspá Kaupþings Greiningardeild Landsbankans áréttaði fyrri verðbólguspá sína í Vegvísinum í gær. Þar var gert ráð fyrir 0,2 prósenta hækkun vísitölu neysluverð sem geri það að verkum að verðbólga lækkar úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent. Greiningardeildin sagði erfiðast að spá fyrir um breytingar á matvöruverði enda óvíst hversu hratt hækkanir hjá birgjum um áramótin hafi lekið út í smásöluverð í þessum mánuði. Vegna þessa megi því búast við áframhaldandi lækkun á matvöruverði í næsta mánuði. Deildin spáir því að verðbólga fari skarpt niður í mars vegna skattalækkana og geti hún haldið áfram niður á við í apríl.Verðbólguspá Landsbankans Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,26 prósent á milli mánaða, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands. Þetta jafngildir því að verðbólgan hafi lækkað úr 7,0 prósentum í 6,9 prósent síðastliðna 12 mánuði.Bent er á á vef Hagstofunnar að vetrarútsölur séu í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 12,1 prósent milli mánaða (vísitöluáhrif -0,58%). Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 2,0 prósent (0,27%) og verð á nýjum bílum um 2,3 prósent (0,15%). Þá hækkuðu gjöld tengd húsnæði um 13,3 prósent (0,14%).Verðbólga mælist sem fyrr segir 6,9 prósent án húsnæðis um 6,0 prósent. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,3 prósent sem jafngildir 1,1 prósenta verðbólgu á áriGreiningardeildir viðskiptabankanna voru ekki á einu máli í spám sínum og gerðu ráð fyrir allt frá óbreyttri vísitölu neysluverðs á milli mánaða til 0,2 prósenta hækkunar og að verðbólga gæti farið niður í allt að 6,6 prósent.Greiningardeild Glitnis spáði því undir lok síðustu viku að vísitala neysluverðs héldist óbreytt á milli desember og janúar og gerði ráð fyrir því að verðbólga færi úr 7,0 prósentum niður í 6,6 prósent. Greiningardeildin sagði gjaldskrárhækkanir á opinberri þjónustu nokkra í mánuðinum en bætti því við að lækkanir á ýmsum sviðum taki heildarhækkunina niður. Þá gerði deildin ráð fyrir því að matvöruverð hækkaði í mánuðinum vegna hækkunar hjá birgjum og launahækkana í verslun. Deildin spáði því ennfremur að verðbólgan muni lækka hratt á árinu og verða 2,3 prósent á ársgrundvelli yfir árið í heild.Verðbólguspá Glitnis Í verðbólguspá greiningardeildar Kaupþing í byrjun árs var gert ráð fyrir að vísitala neysluverðs myndi hækka um 0,1 prósent á milli mánaða í janúar og muni 12 mánaða verðbólga fara við það niður í 6,7 prósent. Í Verðbólguspá deildarinnar frá miðjum október í fyrra var bent á að draga muni úr eftirspurn í hagkerfinu á næstu mánuðum og muni það skila sér í minni verðbólguþrýstingi. Skatta- og tollalækkanir muni koma inn í vísitölumælingar í mars og apríl og muni verðbólga því lækka mjög skart í kjölfar þess, að sögn greiningardeildar Kaupþings. Þá spáði deildin því að 12 mánaða verðbólgan yfir árið í heild verði um 3,5 prósent.Verðbólguspá Kaupþings Greiningardeild Landsbankans áréttaði fyrri verðbólguspá sína í Vegvísinum í gær. Þar var gert ráð fyrir 0,2 prósenta hækkun vísitölu neysluverð sem geri það að verkum að verðbólga lækkar úr 7,0 prósentum í 6,8 prósent. Greiningardeildin sagði erfiðast að spá fyrir um breytingar á matvöruverði enda óvíst hversu hratt hækkanir hjá birgjum um áramótin hafi lekið út í smásöluverð í þessum mánuði. Vegna þessa megi því búast við áframhaldandi lækkun á matvöruverði í næsta mánuði. Deildin spáir því að verðbólga fari skarpt niður í mars vegna skattalækkana og geti hún haldið áfram niður á við í apríl.Verðbólguspá Landsbankans
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira