Seinheppinn Kristinn Ögmundur Jónasson skrifar 3. desember 2007 00:01 Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Hér er mikill ys og þys út af litlu tilefni," sagði Kristinn H. Gunnarson, formaður þingflokks Frjálslyndaflokksins við umræður á Alþingi um ný þingskaparlög sem gera ráð fyrir því að horfið verði frá ótakmarkaðri umræðu við aðra og þriðju umræðu um lagafrumvörp. Fyrir sitt leyti hafði þingflokkur VG minnt á að á undanförnum tveimur áratugum hefði einvörðungu orðið verulega löng umræða um EES samninginn, sem ýmsir töldu að stæðist ekki stjórnarskrá Íslands, Kárahnjúkavirkjun, Vatnalögin, einkarekinn upplýsingagrunn um heilsufarsupplýsingar, einkavæðingu Landsímans og hlutafélagavæðingu Ríkisútvarpsins. Einhverju kann ég að gleyma en mergurinn málsins er sá að þetta eru ekki mörg mál. Þetta eru hins vegar hitamál okkar samtíðar. Var löng umræða um þessi mál til ills? Á Kristni H. Gunnarssynni, var að skilja að hún hefði verið til einskis. Allavega umræðan um Ríkisútvarpið, sem verið hafi „síðasta málþóf sem hér fór fram… og þá gafst stjórnarandstaðan upp í því málþófi. Hún gafst upp á þriðja degi." Þarna reynist Kristinn H. Gunnarsson nokkuð seinheppinn. Staðreyndin er sú að stjórnarfrumvarp um breytingar á rekstrarformi Ríkisútvarpsins kom fram í þrígang á síðasta kjörtímabili, fyrst um sameignarfélag, þá um hlutafélag og að lokum um opinbert hlutafélag. Það var samdóma álit allra að stöðugt tók málið framförum. Hvers vegna gerðist þetta? Vegna andstöðu á þingi, langrar og ítarlegrar umræðu. Í rauninni er rangt að kalla allar slíkar umræður málþóf. Stuðningur við langar umræður hefur komið úr óvæntum áttum, til dæmis frá Ómari R. Valdimarssyni, um langt skeið upplýsingafulltrúa Alcoa. Hann segir á bloggi sínu að það sé beinlínis hættulegt lýðræðinu að stytta ræðutíma á Alþingi: „Með því að koma í veg fyrir að þingmenn geti staðið fyrir málþófi er verið að kippa einni stoð undan lýðræðinu. Af hverju? Jú, því að það er stundum sem þingmönnum tekst að vekja athygli á málum með málþófi, sem annars myndu rúlla í gegnum þingið nokkurn veginn athugasemdalaust. Með málþófi eru þingmenn líklegri til þess að vekja athygli fjölmiðla á málum, sem síðan kveikja í almenningi. Sé almenningur einhverju ákveðnu máli mótfallinn, eftir að hafa fengið kynningu á því í gegnum fjölmiðla og hugsanlega með því að afla sér frekari upplýsinga í gegnum t.d. netið, er líklegt að fólk láti óánægju sína í ljós með þeim hætti að þingheimur taki eftir. Aldrei þessu vant styð ég því VG." Það er nefnilega það. Höfundur er formaður þingflokks VG.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar