Fyrir fólkið eða fjárfestana? Ögmundur Jónasson skrifar 24. nóvember 2007 00:01 Um miðja næstu viku fer fram á Alþingi önnur umræða um fjárlög, nánar tiltekið næstkomandi fimmtudag. Þá kemur í ljós að hvaða marki fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður breytt frá upphaflegum drögum. Ætla má að ríkisstjórnin komi saman til fundar nú yfir helgina til að ráða ráðum sínum um það efni. Mun hún hlusta á varnaðarorð Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss? Í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku sagði hann að „ónóg fjárframlög til opinberu heilbrigðisþjónustunnar munu óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri þættir heilbrigðisþjónustunnar flytjast út fyrir almannatrygginguna og einkarekin starfsemi eflist og einkasjúkratryggingar bjóðast. ... Afgreiðsla Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2008 mun gefa tóninn." Eftir því sem ég hef komist næst hefur framlag til Landspítala háskólasjúkrahúss ekki aukist að raungildi undanfarin sjö eða átta ár. Ríkisendurskoðun hefur af þessu tilefni fagnað mikilli framleiðniaukningu á sjúkrahúsinu. Það þýðir að hagrætt hafi verið en í sumum tilvikum hefur það verið á kostnað starfsfólksins. Í ályktun nýafstaðins aðalfundar BSRB er einmitt varað við þeirri stefnu: Ef hægt eigi að vera að manna sjúkrahúsin, stofnanir fyrir fatlaða, löggæsluna og aðra grunnstarfsemi í samfélaginu verði að draga úr álagi á starfsfólk og greiða því betri laun. Krafa stjornvalda um enn meiri „framleiðniaukningu" er tilræði við velferðarkerfið. Landspítalinn þarf að fá milljarð til viðbótar núverandi fjárlagatillögu til að halda í horfinu! Sama gildir um aðrar stofnanir sem hér hefur verið vísað til. Ætlar ríkisstjórnin að axla ábyrgð? Eða er hún staðráðin í því að brjóta niður velferðarþjónustuna til að byggja hana upp að nýju, einkarekna og rándýra? Afgreiðsla komandi fjárlaga er prófsteinn á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Er hún fyrir fólkið eða fjárfestana? Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Sjá meira
Um miðja næstu viku fer fram á Alþingi önnur umræða um fjárlög, nánar tiltekið næstkomandi fimmtudag. Þá kemur í ljós að hvaða marki fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður breytt frá upphaflegum drögum. Ætla má að ríkisstjórnin komi saman til fundar nú yfir helgina til að ráða ráðum sínum um það efni. Mun hún hlusta á varnaðarorð Magnúsar Péturssonar, forstjóra Landspítala háskólasjúkrahúss? Í athyglisverðri grein í Morgunblaðinu í síðustu viku sagði hann að „ónóg fjárframlög til opinberu heilbrigðisþjónustunnar munu óhjákvæmilega leiða til þess að fleiri þættir heilbrigðisþjónustunnar flytjast út fyrir almannatrygginguna og einkarekin starfsemi eflist og einkasjúkratryggingar bjóðast. ... Afgreiðsla Alþingis á fjárlögum fyrir árið 2008 mun gefa tóninn." Eftir því sem ég hef komist næst hefur framlag til Landspítala háskólasjúkrahúss ekki aukist að raungildi undanfarin sjö eða átta ár. Ríkisendurskoðun hefur af þessu tilefni fagnað mikilli framleiðniaukningu á sjúkrahúsinu. Það þýðir að hagrætt hafi verið en í sumum tilvikum hefur það verið á kostnað starfsfólksins. Í ályktun nýafstaðins aðalfundar BSRB er einmitt varað við þeirri stefnu: Ef hægt eigi að vera að manna sjúkrahúsin, stofnanir fyrir fatlaða, löggæsluna og aðra grunnstarfsemi í samfélaginu verði að draga úr álagi á starfsfólk og greiða því betri laun. Krafa stjornvalda um enn meiri „framleiðniaukningu" er tilræði við velferðarkerfið. Landspítalinn þarf að fá milljarð til viðbótar núverandi fjárlagatillögu til að halda í horfinu! Sama gildir um aðrar stofnanir sem hér hefur verið vísað til. Ætlar ríkisstjórnin að axla ábyrgð? Eða er hún staðráðin í því að brjóta niður velferðarþjónustuna til að byggja hana upp að nýju, einkarekna og rándýra? Afgreiðsla komandi fjárlaga er prófsteinn á stefnumörkun ríkisstjórnarinnar. Er hún fyrir fólkið eða fjárfestana? Höfundur er formaður BSRB og alþingismaður.
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar