Ógild sameining Björgvin Guðmundsson skrifar 7. nóvember 2007 00:01 Umræðan Samruni REI og GGE Ég tel að sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy sé ógild. Fundurinn sem ákvað sameininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með sjö daga fyrirvara en fundurinn var boðaður með innan við eins dags fyrirvara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var samningur um samruna útrásarfyrirtækjanna (REI og GGE) ekki kynntur nægilega vel fyrir borgarfulltúum. T.d. liggur nú fyrir, að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt REI á þjónustu frá Orkuveitunni. Hinir óbreyttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða sameiningu útrásarfyrirtækjanna fyrirfram. Hér er um svo stór mál að ræða að kynning gagnvart borgarfulltrúum verður að vera í fullkomnu lagi. Það á bæði við um sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn. Deila um það hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi fengið minnisblað um 20 ára einkaréttarsamninginn skiptir engu máli í þessu sambandi. Ef það minnisblað hefur verið lagt til hans ásamt fjölda annarra skjala hefur alla vega ekki verið vakin athygli hans á þessu mjög svo mikilvæga atriði. Það er ámælisvert. Auðvitað átti að vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Hér hafa embættismenn og stjórnarmenn í REI brugðist skyldu sinni varðandi það að kynna efni ráðgerðra samninga nægilega vel. Ekki verður séð að neina nauðsyn hafi borið til þess að hespa afgreiðslu framangreinds máls af í flýti. Kaupsýslumenn í einkarekstri eru að vísu vanir að afgreiða málin hratt. En stjórnmálamönnum ber að taka nægilegan og lýðræðislegan tíma í að afgreiða málin. Því verður ekki trúað að kaupsýslumennirnir hafi viljað hespa afgreiðsluna af til þess að stjórnmálamenn gætu ekki kynnt sér málið nægilega vel. Mál þetta verður að takast fyrir á ný. Eldri afgreiðsla er ógild.Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Umræðan Samruni REI og GGE Ég tel að sameining Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy sé ógild. Fundurinn sem ákvað sameininguna var ekki boðaður með löglegum fyrirvara. Boða átti fundinn með sjö daga fyrirvara en fundurinn var boðaður með innan við eins dags fyrirvara. Lögmæti fundarins hefur verið kært til héraðsdóms. En auk þess var samningur um samruna útrásarfyrirtækjanna (REI og GGE) ekki kynntur nægilega vel fyrir borgarfulltúum. T.d. liggur nú fyrir, að hvorki borgarstjóri né óbreyttir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu um 20 ára einkarétt REI á þjónustu frá Orkuveitunni. Hinir óbreyttu borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins vissu ekki um ráðgerða sameiningu útrásarfyrirtækjanna fyrirfram. Hér er um svo stór mál að ræða að kynning gagnvart borgarfulltrúum verður að vera í fullkomnu lagi. Það á bæði við um sameiningu útrásarfyrirtækjanna en einnig og ekki síður um 20 ára einkaréttarsamninginn. Deila um það hvort Vilhjálmur Vilhjálmsson hafi fengið minnisblað um 20 ára einkaréttarsamninginn skiptir engu máli í þessu sambandi. Ef það minnisblað hefur verið lagt til hans ásamt fjölda annarra skjala hefur alla vega ekki verið vakin athygli hans á þessu mjög svo mikilvæga atriði. Það er ámælisvert. Auðvitað átti að vekja sérstaka athygli á þessu atriði. Hér hafa embættismenn og stjórnarmenn í REI brugðist skyldu sinni varðandi það að kynna efni ráðgerðra samninga nægilega vel. Ekki verður séð að neina nauðsyn hafi borið til þess að hespa afgreiðslu framangreinds máls af í flýti. Kaupsýslumenn í einkarekstri eru að vísu vanir að afgreiða málin hratt. En stjórnmálamönnum ber að taka nægilegan og lýðræðislegan tíma í að afgreiða málin. Því verður ekki trúað að kaupsýslumennirnir hafi viljað hespa afgreiðsluna af til þess að stjórnmálamenn gætu ekki kynnt sér málið nægilega vel. Mál þetta verður að takast fyrir á ný. Eldri afgreiðsla er ógild.Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar