Gott hjá Valgerði Ögmundur Jónasson skrifar 2. nóvember 2007 00:01 Umræðan Eftirlaun alþingismanna Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið væri að búa til „dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar skírskotað til aðstæðna sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með aðgangi að sérstökum dollarabúðum með lúxusvarning á boðstólum sem ekki var að finna annars staðar. Á Alþingi hefur komið til tals að breyta þessum eftirlaunalögum lítillega og hef ég jafnan lagst gegn því og lýst yfir að kæmi fram slík tillaga myndi ég koma með breytingartillögu um algert afnám laganna. Lýtaaðgerð - breytingar til að sýnast - eru nefnilega verri en ekkert. Þær eru til þess eins að villa fólki sýn. Á Alþingi hefur til þessa ekki verið meirihluti til að rífa lögin upp með rótum. Nú kann hins vegar sá meirihluti að hafa skapast enda gefin loforð um afnám laganna af hálfu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, fyrir síðustu kosningar. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur afnemur ekki þau réttindi sem þegar hafa myndast með eftirlaunalögunum en myndi hins vegar verða til þess að koma í veg fyrir frekari eignamyndun á grundvelli þeirra. Með því að leggja frumvarp sitt fram stígur Valgerður Bjarnadóttir skref sem ég tel vera mjög lofsvert. Stundum hefur þingmálum verið hraðað í gegnum Alþingi. Þótt ég mæli ekki almennt með slíkum vinnubrögðum væri ég því fylgjandi í þessu tilviki. Málið liggur nefnilega kristaltært fyrir. Allir ættu að gerþekkja málið enda auðskilið. Til er lífeyrissjóður sem stendur öllum hlutaðeigandi opinn, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Hann skapar prýðileg réttindi en byggir ekki á þeirri fráleitu forréttindahugsun sem eftirlaunafrumvarpið var reist á.Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Umræðan Eftirlaun alþingismanna Valgerður Bjarnadóttir er komin inn á Alþingi sem varaþingmaður fyrir Samfylkinguna. Hún er ein þeirra sem gagnrýnt hafa eftirlaunafrumvarpið illræmda sem skammtaði æðstu embættismönnum ríkisins, alþingismönnum og síðast en ekki síst ráðherrum lífeyrisréttindi langt umfram það sem almenningur í landinu býr við. Þessi lög voru gagnrýnd harðlega á sínum tíma og á Alþingi fékk frumvarpið þá einkunn af hálfu undirritaðs, að verið væri að búa til „dollarabúð lífeyrisréttinda" og var þar skírskotað til aðstæðna sem sovéskur forréttindaaðall bjó við með aðgangi að sérstökum dollarabúðum með lúxusvarning á boðstólum sem ekki var að finna annars staðar. Á Alþingi hefur komið til tals að breyta þessum eftirlaunalögum lítillega og hef ég jafnan lagst gegn því og lýst yfir að kæmi fram slík tillaga myndi ég koma með breytingartillögu um algert afnám laganna. Lýtaaðgerð - breytingar til að sýnast - eru nefnilega verri en ekkert. Þær eru til þess eins að villa fólki sýn. Á Alþingi hefur til þessa ekki verið meirihluti til að rífa lögin upp með rótum. Nú kann hins vegar sá meirihluti að hafa skapast enda gefin loforð um afnám laganna af hálfu annars stjórnarflokksins, Samfylkingarinnar, fyrir síðustu kosningar. Frumvarp Valgerðar Bjarnadóttur afnemur ekki þau réttindi sem þegar hafa myndast með eftirlaunalögunum en myndi hins vegar verða til þess að koma í veg fyrir frekari eignamyndun á grundvelli þeirra. Með því að leggja frumvarp sitt fram stígur Valgerður Bjarnadóttir skref sem ég tel vera mjög lofsvert. Stundum hefur þingmálum verið hraðað í gegnum Alþingi. Þótt ég mæli ekki almennt með slíkum vinnubrögðum væri ég því fylgjandi í þessu tilviki. Málið liggur nefnilega kristaltært fyrir. Allir ættu að gerþekkja málið enda auðskilið. Til er lífeyrissjóður sem stendur öllum hlutaðeigandi opinn, Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna. Hann skapar prýðileg réttindi en byggir ekki á þeirri fráleitu forréttindahugsun sem eftirlaunafrumvarpið var reist á.Höfundur er þingmaður VG.
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun