Stundum hófsamar veiðar Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. nóvember 2007 00:01 Umræðan Rjúpnaveiðar Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í haust verða veiðar á rjúpu eingöngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Þetta er gert í ljósi niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýndi að fækkað hefur í varpstofni rjúpunnar um 70.000 fugla frá því í fyrra. Við aðstæður sem þessar ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni við ákvörðun um veiðistjórnun og við því hefur verið brugðist með því að fækka veiðidögum úr 26 í 18. Auk þess verður griðlandi rjúpu á Suðvesturlandi viðhaldið og sölubanni á rjúpu og rjúpnaafurðum framlengt. Fækkun veiðidaga á ekki að koma niður á þorra skotveiðimanna. Breytingin mun hins vegar verst koma við þá fáu magnveiðimenn sem eftir eru. Veiðikortakerfi það sem notað er við veiðistjórnun hér á landi hefur að mörgu leyti reynst vel. Engu síður hefur borið á því að skil veiðimanna á veiðiskýrslum dreifist nokkuð yfir árið. Það er hins vegar nauðsynlegt að skýrslurnar skili sér fyrr, það er að þær hafi allar borist að vori, svo að stjórnvöld geti unnið úr upplýsingunum og haft hliðsjón af þeim við ákvörðunartöku um rjúpnaveiði. Ég mun á næstunni beita mér fyrir breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum til að svo megi verða. Undanfarin ár hafa skotveiðimenn brugðist vel við óskum umhverfisráðuneytisins um hófsamar og ábyrgar veiðar. Rjúpnaskyttur bera mikla ábyrgð á því að vel takist til við veiðarnar í haust og eiga jafnframt mikilla hagsmuna að gæta að vel takist til. Ég vil þess vegna hvetja veiðimenn til þess að leggja sitt af mörkum og skjóta ekki fleiri rjúpur en þeir þurfa fyrir sig og sína. Þannig stuðla þeir að því að áfram verði gengið til rjúpna á Íslandi um ókomna framtíð. Að lokum óska ég veiðimönnum ánægjulegrar útivistar í íslenskri náttúru.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan Rjúpnaveiðar Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í haust verða veiðar á rjúpu eingöngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Þetta er gert í ljósi niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýndi að fækkað hefur í varpstofni rjúpunnar um 70.000 fugla frá því í fyrra. Við aðstæður sem þessar ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni við ákvörðun um veiðistjórnun og við því hefur verið brugðist með því að fækka veiðidögum úr 26 í 18. Auk þess verður griðlandi rjúpu á Suðvesturlandi viðhaldið og sölubanni á rjúpu og rjúpnaafurðum framlengt. Fækkun veiðidaga á ekki að koma niður á þorra skotveiðimanna. Breytingin mun hins vegar verst koma við þá fáu magnveiðimenn sem eftir eru. Veiðikortakerfi það sem notað er við veiðistjórnun hér á landi hefur að mörgu leyti reynst vel. Engu síður hefur borið á því að skil veiðimanna á veiðiskýrslum dreifist nokkuð yfir árið. Það er hins vegar nauðsynlegt að skýrslurnar skili sér fyrr, það er að þær hafi allar borist að vori, svo að stjórnvöld geti unnið úr upplýsingunum og haft hliðsjón af þeim við ákvörðunartöku um rjúpnaveiði. Ég mun á næstunni beita mér fyrir breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum til að svo megi verða. Undanfarin ár hafa skotveiðimenn brugðist vel við óskum umhverfisráðuneytisins um hófsamar og ábyrgar veiðar. Rjúpnaskyttur bera mikla ábyrgð á því að vel takist til við veiðarnar í haust og eiga jafnframt mikilla hagsmuna að gæta að vel takist til. Ég vil þess vegna hvetja veiðimenn til þess að leggja sitt af mörkum og skjóta ekki fleiri rjúpur en þeir þurfa fyrir sig og sína. Þannig stuðla þeir að því að áfram verði gengið til rjúpna á Íslandi um ókomna framtíð. Að lokum óska ég veiðimönnum ánægjulegrar útivistar í íslenskri náttúru.Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar