Dagur í lífi... Gísla Reynissonar, forstjóra Nordic Partners 16. október 2007 16:26 Klukkan tvö síðdegis á mánudaginn skaust Gísli út í bakarí að kaupa sér morgunmat. Á leiðinni í bílnum sinnti hann vinnusímtölum, enda dagurinn erilsamur. Gísli Reynisson er forstjóri og meirihlutaeigandi fjárfestingarfélagsins Nordic Partners. Félagið er umsvifamikið í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega í Lettlandi, og í Danmörku. Höfuðstöðvar félagsins eru þó hér á landi, í stórglæsilegu húsi á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Nordic Partners skaust fram á sjónarsviðið þegar félagið keypti danska hótelkeðju í september síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi meðal annars eitt af þjóðarstoltum Dana, glæsihótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn. 06.15Sest með kaffið fyrir framan tölvuna, fer í gegnum tölvupósta og skipulegg verkefni dagsins. 07.00Ríf afkvæmin á fætur, gef þeim morgunmat og kem þeim af stað í skólann. 08.15Mættur til vinnu. Við tekur sólríkur mánudagur þar sem nauðsynlegt er að draga niður gluggatjöldin til að geta einbeitt sér. En það er gott að hafa ekki rigninguna lemjandi á gluggann. Tek til við að svara tölvupóstum, lesa greinargerðir og skýrslur og rýna í tölur. 14.00Ranka við mér klukkan tvö við gaulandi garnir. Þá hafði ég ekki einu sinni fengið morgunmat. Skýst út í bakarí og kaupi smurt brauð. Held áfram að sinna vinnusímtölum úr bílnum. 14.15Aftur lagst yfir skýrslurnar, greinargerðirnar og tölurnar. Fundað með samstarfsmönnum. 17.30„Pabbi, hvað er í matinn?" spyr dóttir mín í símanum. Þá er að drífa sig heim að elda. Ég elda pasta bolognese eftir hennar smekk. Við pottana horfi ég á fréttir og Kastljós. Umræður dagsins snúast um miklu meiri orkubolta en sjálfan mig. 20.30Sest aftur með kaffibollann við tölvuna. Sendi tölvupósta til þeirra í Lettlandi sem fara af stað þremur tímum á undan mér í fyrramálið. Erilsamur en góður dagur er að baki. Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira
Gísli Reynisson er forstjóri og meirihlutaeigandi fjárfestingarfélagsins Nordic Partners. Félagið er umsvifamikið í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega í Lettlandi, og í Danmörku. Höfuðstöðvar félagsins eru þó hér á landi, í stórglæsilegu húsi á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Nordic Partners skaust fram á sjónarsviðið þegar félagið keypti danska hótelkeðju í september síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi meðal annars eitt af þjóðarstoltum Dana, glæsihótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn. 06.15Sest með kaffið fyrir framan tölvuna, fer í gegnum tölvupósta og skipulegg verkefni dagsins. 07.00Ríf afkvæmin á fætur, gef þeim morgunmat og kem þeim af stað í skólann. 08.15Mættur til vinnu. Við tekur sólríkur mánudagur þar sem nauðsynlegt er að draga niður gluggatjöldin til að geta einbeitt sér. En það er gott að hafa ekki rigninguna lemjandi á gluggann. Tek til við að svara tölvupóstum, lesa greinargerðir og skýrslur og rýna í tölur. 14.00Ranka við mér klukkan tvö við gaulandi garnir. Þá hafði ég ekki einu sinni fengið morgunmat. Skýst út í bakarí og kaupi smurt brauð. Held áfram að sinna vinnusímtölum úr bílnum. 14.15Aftur lagst yfir skýrslurnar, greinargerðirnar og tölurnar. Fundað með samstarfsmönnum. 17.30„Pabbi, hvað er í matinn?" spyr dóttir mín í símanum. Þá er að drífa sig heim að elda. Ég elda pasta bolognese eftir hennar smekk. Við pottana horfi ég á fréttir og Kastljós. Umræður dagsins snúast um miklu meiri orkubolta en sjálfan mig. 20.30Sest aftur með kaffibollann við tölvuna. Sendi tölvupósta til þeirra í Lettlandi sem fara af stað þremur tímum á undan mér í fyrramálið. Erilsamur en góður dagur er að baki.
Markaðir Mest lesið Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Sjá meira