Dagur í lífi... Gísla Reynissonar, forstjóra Nordic Partners 16. október 2007 16:26 Klukkan tvö síðdegis á mánudaginn skaust Gísli út í bakarí að kaupa sér morgunmat. Á leiðinni í bílnum sinnti hann vinnusímtölum, enda dagurinn erilsamur. Gísli Reynisson er forstjóri og meirihlutaeigandi fjárfestingarfélagsins Nordic Partners. Félagið er umsvifamikið í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega í Lettlandi, og í Danmörku. Höfuðstöðvar félagsins eru þó hér á landi, í stórglæsilegu húsi á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Nordic Partners skaust fram á sjónarsviðið þegar félagið keypti danska hótelkeðju í september síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi meðal annars eitt af þjóðarstoltum Dana, glæsihótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn. 06.15Sest með kaffið fyrir framan tölvuna, fer í gegnum tölvupósta og skipulegg verkefni dagsins. 07.00Ríf afkvæmin á fætur, gef þeim morgunmat og kem þeim af stað í skólann. 08.15Mættur til vinnu. Við tekur sólríkur mánudagur þar sem nauðsynlegt er að draga niður gluggatjöldin til að geta einbeitt sér. En það er gott að hafa ekki rigninguna lemjandi á gluggann. Tek til við að svara tölvupóstum, lesa greinargerðir og skýrslur og rýna í tölur. 14.00Ranka við mér klukkan tvö við gaulandi garnir. Þá hafði ég ekki einu sinni fengið morgunmat. Skýst út í bakarí og kaupi smurt brauð. Held áfram að sinna vinnusímtölum úr bílnum. 14.15Aftur lagst yfir skýrslurnar, greinargerðirnar og tölurnar. Fundað með samstarfsmönnum. 17.30„Pabbi, hvað er í matinn?" spyr dóttir mín í símanum. Þá er að drífa sig heim að elda. Ég elda pasta bolognese eftir hennar smekk. Við pottana horfi ég á fréttir og Kastljós. Umræður dagsins snúast um miklu meiri orkubolta en sjálfan mig. 20.30Sest aftur með kaffibollann við tölvuna. Sendi tölvupósta til þeirra í Lettlandi sem fara af stað þremur tímum á undan mér í fyrramálið. Erilsamur en góður dagur er að baki. Markaðir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Gísli Reynisson er forstjóri og meirihlutaeigandi fjárfestingarfélagsins Nordic Partners. Félagið er umsvifamikið í Eystrasaltsríkjunum, sérstaklega í Lettlandi, og í Danmörku. Höfuðstöðvar félagsins eru þó hér á landi, í stórglæsilegu húsi á Suðurgötu 10 í miðbæ Reykjavíkur. Nordic Partners skaust fram á sjónarsviðið þegar félagið keypti danska hótelkeðju í september síðastliðnum. Með í kaupunum fylgdi meðal annars eitt af þjóðarstoltum Dana, glæsihótelið D'Angleterre í Kaupmannahöfn. 06.15Sest með kaffið fyrir framan tölvuna, fer í gegnum tölvupósta og skipulegg verkefni dagsins. 07.00Ríf afkvæmin á fætur, gef þeim morgunmat og kem þeim af stað í skólann. 08.15Mættur til vinnu. Við tekur sólríkur mánudagur þar sem nauðsynlegt er að draga niður gluggatjöldin til að geta einbeitt sér. En það er gott að hafa ekki rigninguna lemjandi á gluggann. Tek til við að svara tölvupóstum, lesa greinargerðir og skýrslur og rýna í tölur. 14.00Ranka við mér klukkan tvö við gaulandi garnir. Þá hafði ég ekki einu sinni fengið morgunmat. Skýst út í bakarí og kaupi smurt brauð. Held áfram að sinna vinnusímtölum úr bílnum. 14.15Aftur lagst yfir skýrslurnar, greinargerðirnar og tölurnar. Fundað með samstarfsmönnum. 17.30„Pabbi, hvað er í matinn?" spyr dóttir mín í símanum. Þá er að drífa sig heim að elda. Ég elda pasta bolognese eftir hennar smekk. Við pottana horfi ég á fréttir og Kastljós. Umræður dagsins snúast um miklu meiri orkubolta en sjálfan mig. 20.30Sest aftur með kaffibollann við tölvuna. Sendi tölvupósta til þeirra í Lettlandi sem fara af stað þremur tímum á undan mér í fyrramálið. Erilsamur en góður dagur er að baki.
Markaðir Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira