Óorði komið á útrásina Dagur B. Eggertsson skrifar 6. október 2007 00:01 Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Fulltrúar meirihlutans Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson hafa augljóslega viljað leika stóra bissness-karla í stjórn Reykjavik Energy Invest. Þar úthlutuðu þeir sér sæti án þess að veita fulltrúum minnihlutans tækifæri til að hafa eftirlit með störfum sínum. Það nýttu þeir sér til að þrefalda eigin stjórnarlaun og gera fordæmalausa kaupréttarsamninga sem m.a. ná til kosningastjóra Framsóknarflokksins sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Svo virðist sem dúettinn hafi litið á þetta sem nokkurs konar einkamál sem ætti ekkert erindi í opinbera umræðu, við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgarstjórn Reykjavíkur. Það er lágmarkskrafa að í opinberu fyrirtæki sé farið vel með eigur almennings og ekki teknar aðrar ákvarðanir en þær sem þola dagsljósið. Til að skapa frið um útrás Orkuveitunnar er fyrsta skrefið að skipta pólitískum fulltrúum út úr stjórn REI. Í staðinn ættu að koma fagstjórnendur með skýra stefnu starfi sínu til grundvallar. Sú stefna á að vera mörkuð af eigendum og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn og Orkuveitu Reykjavíkur bíður ærið verkefni við að endurvinna traust almennings. Það þarf að skýra leikreglur, auka gagnsæi og tryggja eðlilega stjórnarhætti í Orkuveitunni, dótturfélögum hennar og samskiptum fyrirtækisins við fulltrúa eigenda. Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf þannig að allir geti verið stoltir af. Höfundur er oddviti Samfylkingar í borgarstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Það er með ólíkindum að borgarstjóra og meirihlutanum í Reykjavík hafi á örfáum dögum tekist að gera eitt mesta sóknarfæri í atvinnulífi Íslendinga tortryggilegt í augum almennings. Það er grafalvarleg um leið og það er fyllilega verðskuldað og sorglegt. Æ fleiri spyrja sig að því hvort borgarstjóra og Framsóknarflokknum sé fyrirmunað að ráða mikilvægum úrlausnarefnum til lykta í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti og hagsmuni almennings. Fulltrúar meirihlutans Björn Ingi Hrafnsson og Haukur Leósson hafa augljóslega viljað leika stóra bissness-karla í stjórn Reykjavik Energy Invest. Þar úthlutuðu þeir sér sæti án þess að veita fulltrúum minnihlutans tækifæri til að hafa eftirlit með störfum sínum. Það nýttu þeir sér til að þrefalda eigin stjórnarlaun og gera fordæmalausa kaupréttarsamninga sem m.a. ná til kosningastjóra Framsóknarflokksins sem ráðinn var til fyrirtækisins fyrir tveimur vikum. Svo virðist sem dúettinn hafi litið á þetta sem nokkurs konar einkamál sem ætti ekkert erindi í opinbera umræðu, við stjórn Orkuveitu Reykjavíkur eða borgarstjórn Reykjavíkur. Það er lágmarkskrafa að í opinberu fyrirtæki sé farið vel með eigur almennings og ekki teknar aðrar ákvarðanir en þær sem þola dagsljósið. Til að skapa frið um útrás Orkuveitunnar er fyrsta skrefið að skipta pólitískum fulltrúum út úr stjórn REI. Í staðinn ættu að koma fagstjórnendur með skýra stefnu starfi sínu til grundvallar. Sú stefna á að vera mörkuð af eigendum og stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Borgarstjórn og Orkuveitu Reykjavíkur bíður ærið verkefni við að endurvinna traust almennings. Það þarf að skýra leikreglur, auka gagnsæi og tryggja eðlilega stjórnarhætti í Orkuveitunni, dótturfélögum hennar og samskiptum fyrirtækisins við fulltrúa eigenda. Samfylkingin er tilbúin að taka þátt í því af fullum heilindum að vinda ofan af vitleysunni og koma útrásarstarfi Orkuveitunnar aftur í eðlilegt og heilbrigt horf þannig að allir geti verið stoltir af. Höfundur er oddviti Samfylkingar í borgarstjórn.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar