Fátt um svör um framtíð Kolaportsins 24. september 2007 00:01 Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Gestir og rekstraraðilar Kolaportsins hafa enn engin svör fengið um hvernig brugðist verði við yfir fjögur þúsund undirskriftum sem söfnuðust á einni helgi vegna yfirvofandi framkvæmda við að breyta Tollhúsinu, Tryggvagötu 19, í bílastæði. Ef í þær verður ráðist leggst starfsemi Kolaportsins af í hálft annað ár og verulega þrengir að starfseminni til frambúðar. Tveir inngangar Kolaportsins hverfa, fimmtungur gólfflatarins einnig og lofthæð aðalsölurýmisins lækkar um helming. Það er mjög ósannfærandi að ekki sé hægt að mæta bílastæðaþörf starfsfólks öðru vísi, líkt og talsmaður fjármálaráðuneytisins hefur látið hafa eftir sér. Hinum megin götunnar er verið að steypa stærsta bílakjallara landsins með 1.600 stæðum, neðanjarðar. Í þessu máli koma saman ótalmargir þættir sem eiga að vera leiðarljós við stjórn borgarinnar: að standa vörð um öfluga og skemmtilega miðborg, að stuðla að félagslegri fjölbreytni og gera hinum margbreytilegu litum mannlífsins öllum jafnhátt undir höfði. Kolaportið er ómissandi fyrir ótalmarga. Vandræðaleg og hikandi viðbrögð borgarstjóra við áskorunum um að standa vörð um Kolaportið hljóta því að vekja athygli. Í Reykjavík erum við nú að sjá ávexti framsýnnar stefnu um uppbyggingu og eflingu miðborgarinnar. Sú stefna var mörkuð fyrir áratug þegar miðborgin var í sögulegri lægð. Við sjáum ávextina í hinum nýja og lifandi Austurvelli, endurbættum Skólavörðustíg, Laugavegi og Bankastræti og skemmtilegri veitinga- og kaffihúsamenningu. Miðborgarstefnan mun ekki síður sjást í nýjum íbúðahverfum sem skipulögð hafa verið á Slippasvæðinu og við Hlemm, í staðsetningu Tónlistar- og ráðstefnuhússins við höfnina, fimm stjörnu hóteli og höfuðstöðvum Landsbankans á sama svæði og í endurnýjun Lækjartorgs og Kvosar. Þá má nefna a.mk. þrjá nýja verslunarkjarna sem eru í farvatninu við Laugaveg. Allt eru þetta stefnu- og baráttumál Samfylkingarinnar í borgarstjórn. Mikilvægi Kolaportsins minnkar ekki vegna þessara væntanlegu glæsibygginga, það eykst. Kolaportið er einfaldlega ómissandi vídd sem ekki má tapast. Við værum öll fátækari ef allt verður hvítskúraður marmari og miðborgin okkar lúxusvædd. Þetta skilja fjöldamargir og vinir Kolaportsins skipta tugum þúsunda. Þeir eiga rétt á svörum.Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun