Lúkasarmálið þvælist á milli sýslumanna 15. september 2007 00:01 Lúkas Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi meiðyrðamál Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um að drepa hundinn Lúkas, til sýslumannsins á Akureyri í ágúst. Á skrifstofu sýslumanns er meiðyrðamálið ekki talið hluti af því Lúkasarmáli sem rannsakað var fyrir norðan og snerist um illa meðferð á dýri. „Þetta hefur verið að vefjast fyrir okkur,“ segir Björn Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þetta mál eigi yfirleitt heima hjá okkur.“ Málið er flókið því brotin í hinu nýja Lúkasarmáli, hótanir og svívirðingar í garð Helga Rafns, voru framin á netinu. Sakamál eru yfirleitt rannsökuð í svokölluðu brotavarnarþingi, í þeirri sýslu þar sem brotið var framið. Í þessu tilfelli er enginn slíkur áþreifanlegur staður fyrir hendi. Einnig má rannsaka mál í heimilisvarnarþingi, það er þar sem hinn brotlegi á lögheimili. Ummæli netverja í garð Helga Rafns komu úr mörgum sýslum. Spurður segir Björn því allt eins hugsanlegt að málið verði rannsakað af öllum sýslumönnum landsins. Fordæmi fyrir viðlíka rannsókn finnast ekki og í ofanálag má efast um hver beri ábyrgð á meiðandi færslu. Það gæti verið sá sem skrifar ummælin, sá sem er skráður fyrir IP-númeri tölvunnar sem var notuð, sá sem heldur úti heimasíðunni sem birtir ummælin, eða sá sem hýsir heimasíðuna. Hjá ákærudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fátt um svör. „Brotavettvangur er á Akureyri,“ hafði símastúlka þó eftir fulltrúum þar. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en furðar sig á því að það sé statt á Akureyri. Brotin hafi farið fram á veraldarvefnum. Lúkasarmálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi meiðyrðamál Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um að drepa hundinn Lúkas, til sýslumannsins á Akureyri í ágúst. Á skrifstofu sýslumanns er meiðyrðamálið ekki talið hluti af því Lúkasarmáli sem rannsakað var fyrir norðan og snerist um illa meðferð á dýri. „Þetta hefur verið að vefjast fyrir okkur,“ segir Björn Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þetta mál eigi yfirleitt heima hjá okkur.“ Málið er flókið því brotin í hinu nýja Lúkasarmáli, hótanir og svívirðingar í garð Helga Rafns, voru framin á netinu. Sakamál eru yfirleitt rannsökuð í svokölluðu brotavarnarþingi, í þeirri sýslu þar sem brotið var framið. Í þessu tilfelli er enginn slíkur áþreifanlegur staður fyrir hendi. Einnig má rannsaka mál í heimilisvarnarþingi, það er þar sem hinn brotlegi á lögheimili. Ummæli netverja í garð Helga Rafns komu úr mörgum sýslum. Spurður segir Björn því allt eins hugsanlegt að málið verði rannsakað af öllum sýslumönnum landsins. Fordæmi fyrir viðlíka rannsókn finnast ekki og í ofanálag má efast um hver beri ábyrgð á meiðandi færslu. Það gæti verið sá sem skrifar ummælin, sá sem er skráður fyrir IP-númeri tölvunnar sem var notuð, sá sem heldur úti heimasíðunni sem birtir ummælin, eða sá sem hýsir heimasíðuna. Hjá ákærudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fátt um svör. „Brotavettvangur er á Akureyri,“ hafði símastúlka þó eftir fulltrúum þar. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en furðar sig á því að það sé statt á Akureyri. Brotin hafi farið fram á veraldarvefnum.
Lúkasarmálið Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira