Lúkasarmálið þvælist á milli sýslumanna 15. september 2007 00:01 Lúkas Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi meiðyrðamál Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um að drepa hundinn Lúkas, til sýslumannsins á Akureyri í ágúst. Á skrifstofu sýslumanns er meiðyrðamálið ekki talið hluti af því Lúkasarmáli sem rannsakað var fyrir norðan og snerist um illa meðferð á dýri. „Þetta hefur verið að vefjast fyrir okkur,“ segir Björn Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þetta mál eigi yfirleitt heima hjá okkur.“ Málið er flókið því brotin í hinu nýja Lúkasarmáli, hótanir og svívirðingar í garð Helga Rafns, voru framin á netinu. Sakamál eru yfirleitt rannsökuð í svokölluðu brotavarnarþingi, í þeirri sýslu þar sem brotið var framið. Í þessu tilfelli er enginn slíkur áþreifanlegur staður fyrir hendi. Einnig má rannsaka mál í heimilisvarnarþingi, það er þar sem hinn brotlegi á lögheimili. Ummæli netverja í garð Helga Rafns komu úr mörgum sýslum. Spurður segir Björn því allt eins hugsanlegt að málið verði rannsakað af öllum sýslumönnum landsins. Fordæmi fyrir viðlíka rannsókn finnast ekki og í ofanálag má efast um hver beri ábyrgð á meiðandi færslu. Það gæti verið sá sem skrifar ummælin, sá sem er skráður fyrir IP-númeri tölvunnar sem var notuð, sá sem heldur úti heimasíðunni sem birtir ummælin, eða sá sem hýsir heimasíðuna. Hjá ákærudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fátt um svör. „Brotavettvangur er á Akureyri,“ hafði símastúlka þó eftir fulltrúum þar. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en furðar sig á því að það sé statt á Akureyri. Brotin hafi farið fram á veraldarvefnum. Lúkasarmálið Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi meiðyrðamál Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um að drepa hundinn Lúkas, til sýslumannsins á Akureyri í ágúst. Á skrifstofu sýslumanns er meiðyrðamálið ekki talið hluti af því Lúkasarmáli sem rannsakað var fyrir norðan og snerist um illa meðferð á dýri. „Þetta hefur verið að vefjast fyrir okkur,“ segir Björn Arnviðarson, sýslumaður á Akureyri. „Við erum að velta því fyrir okkur hvort þetta mál eigi yfirleitt heima hjá okkur.“ Málið er flókið því brotin í hinu nýja Lúkasarmáli, hótanir og svívirðingar í garð Helga Rafns, voru framin á netinu. Sakamál eru yfirleitt rannsökuð í svokölluðu brotavarnarþingi, í þeirri sýslu þar sem brotið var framið. Í þessu tilfelli er enginn slíkur áþreifanlegur staður fyrir hendi. Einnig má rannsaka mál í heimilisvarnarþingi, það er þar sem hinn brotlegi á lögheimili. Ummæli netverja í garð Helga Rafns komu úr mörgum sýslum. Spurður segir Björn því allt eins hugsanlegt að málið verði rannsakað af öllum sýslumönnum landsins. Fordæmi fyrir viðlíka rannsókn finnast ekki og í ofanálag má efast um hver beri ábyrgð á meiðandi færslu. Það gæti verið sá sem skrifar ummælin, sá sem er skráður fyrir IP-númeri tölvunnar sem var notuð, sá sem heldur úti heimasíðunni sem birtir ummælin, eða sá sem hýsir heimasíðuna. Hjá ákærudeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu var fátt um svör. „Brotavettvangur er á Akureyri,“ hafði símastúlka þó eftir fulltrúum þar. Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns, vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu, en furðar sig á því að það sé statt á Akureyri. Brotin hafi farið fram á veraldarvefnum.
Lúkasarmálið Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira